Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.2011, Side 120

Andvari - 01.01.2011, Side 120
118 ÁGÚST ÞÓR ÁRNASON ANDVARI áætlun, ráðgjafa með stjórnarábyrgð fyrir alþíngi o. s. frv.“ Þetta taldi Jón mikla stólpa „undir frjálsri stjórnarskrá“ sem „á mátti byggja nokkuð til fram- búðar“ (bls. 95). Þótt Jón væri greinilega ekki að fullu sáttur við gang stjórnarskrármáls- ins taldi hann baráttulist (taktík) íslendinga hafa skilað viðunandi árangri. Hann telur að sú umræða sem fór af stað um að konúngi (og ríkisstjórn) hefði verið gefið sjálfdæmi í stjórnarskrármálinu með varatillögu Alþingis hafi verið „heppilegt fyrir vort mál“ því ef því hefði verið haldið á lofti í Danmörku að heimtufrekjan í Alþingi væri söm við sig „þá væri hæpið hvort við hefðum fengið nokkra stjórnarskrá í þetta sinn hvernig sem vér hefðum beitt þjóðhátíðinni og öðrum góðbitum“. Jón telur það líka hafið yfir allan vafa að Stjórnarskráin um hin sjerstaklegu málefni íslendinga hafi „skotið oss töluvert fram á leið til verulegs sjálfforræðis.“ Enn hefur þó ekki verið vikið að því hvað Jón fann stjórnarskránni til foráttu og hvort sú gagnrýni hafi staðist tímans tönn. Skipta má gagnrýni Jóns á stjórnarskrána í þrennt: í fyrsta lagi gagnrýni hans á aðferðafræði stjórnarinnar (ríkisstjórnar Danmerkur) en hann kenndi henni um að hafa beitt konungi fyrir sig og gengið á loforð sem íslendingum var gefið um samráð og aðkomu. Stjórnarskráin væri því valdboðin og ólög- leg samkvæmt öllum mælikvörðum. í öðru lagi gagnrýnir Jón óvilja Dana til að auka við frelsis- og þjóðréttindi íslendinga. Þar svíður honum sérstaklega meðferðin á jarlshugmyndinni en samkvæmt henni hefðu íslendingar fengið heimastjórnarvald svipað því sem þeir fengu 30 árum síðar og gott betur. Niðurstaðan var töluvert verri en Jón sá fyrir þegar hann reit grein sína í Andvara því málefni íslands voru færð undir dómsmálaráðherra Danmerkur og voru á hans forsjá þar til íslendingar fengu heimastjórn 1904. Önnur vand- kvæði af svipuðum toga leystust að nokkru með breytingum á stjórnarskránni 1903 og 1915 og segja má að íslendingar hafi verið nær því að vera alfrjáls þjóð eftir að stjórnarskrá konungsríkisins íslands nr. 9/1920 tók gildi. Þó má segja að með ákvæði (gr. 18) um lok sambandslagasamningsins hafi Danir gert íslendingum eins torvelt og þeim var unnt að ná fullu sjálfstæði með lög- legum hætti. í þriðja lagi beindist gagnrýni Jóns að einstökum grundvallar- atriðum sem segja má að séu eilífðarviðfangsefni stjórnskipunarréttarins og hafa sum hver, enn sem komið er, ekki fengið viðunandi frágang í núgildandi stjórnarskrá íslands. Hér verða talin upp þau atriði sem telja má tímalaus við- fangsefni og Jón nefnir sérstaklega í umræddri grein sinni í Andvara. Þótt staða Alþingis sé nú allt önnur og betri en hún varð með tilkomu Stjórnarskrár um hin sjerstaklegu málefni íslendinga má segja að umfjöllun og gagnrýni Jóns á yfirgang framkvæmdavaldsins gagnvart þjóðþinginu kallist á við vanda sem enn er til staðar. Jón kvartar yfir því að Danir oti að Islendingum þeirra eigin málum „bersýnilega til þess, að ávinna með því
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.