Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.2011, Síða 126

Andvari - 01.01.2011, Síða 126
124 MARGRÉT GUNNARSDÓTTIR ANDVARI Löngum hefur vakið athygli í lífshlaupi Ingibjargar Einarsdóttur sú stað- reynd að hún beið mjög lengi í festum. Hún var festarmey Jóns Sigurðssonar í tólf ár áður en þau loks gengu í hjónaband. Þeim árum varði Ingibjörg í Reykjavík og sinnti heimilisstörfum á heimili foreldra sinna og hjá land- fógetaekkjunni frú Sigríði Thorgrimsen auk þess sem hún annaðist föður sinn aldurhniginn. Mannsefni hennar dvaldi hins vegar allan þann tíma í Kaupmannahöfn. Þar lagði Jón stund á nám og fræðastörf. A þessum tíma sendi Jón Ingibjörgu málaða smámynd af sér til merkis um festirnar. Hana málaði smámyndamálarinn Frederik Christian Camradt. Jón fékk myndina afhenta haustið 1837 og Ingibjörg stuttu síðar.6 Það er til marks um þá breytingartíma sem Jón og Ingibjörg lifðu að nokkrum árum síðar voru slíkar handmálaðar mannamyndir nánast úr sögunni vegna tilkomu ljósmynda- tækninnar.7 Jón sigldi loks til íslands með vorskipunum árið 1845. Langur aðskilnaður hans og Ingibjargar var á enda. Jón skrifaði í bréfi til Gísla Hjálmarssonar (1807-1867) vinar síns sem verið hafði honum samtíða á námsárunum í Höfn: „Ef guð lofar, þá held eg að eg muni gipta mig nú og fara með stúlku mína til Kaupmannahafnar. Hún er eins og hún hefir verið, trúföst og elsku- leg“.8 Giftingin fór fram um haustið, 4. september. Stuttu síðar sigldu hjónin til Hafnar þar sem þau stofnuðu heimili. Þar þurfti Ingibjörg að takast á við nýtt hlutverk í framandi umhverfi, ört vaxandi borgarsamfélagi Kaup- mannahafnar. Þar blöstu við henni nýjungar og framfaraspor 19. aldarinnar við hvert sjónmál. Sama ár og Jón og Ingibjörg gengu í hjónaband komu hingað til lands franskir vísindamenn. Einn úr þeirra hópi hafði meðferðis ljósmyndavél, en þá voru aðeins örfá ár frá því að Daguerre kynnti ljósmyndatækni sína fyrir frönsku vísindaakademíunni (1839). í þessari íslandsferð tók franski steindafræðingurinn Alfred Des Cloizeaux (1817-1897) elstu myndirnar sem teknar eru á Islandi, þ.á m. í Reykjavík sumarið 1845. Cloizeaux getur þess í dagbókum sínum að hann hafi notað sjö daga eða meira til að ljósmynda í bænum.Það virðist þó ekki hafa farið mikið fyrir hinum franska ljósmyndara að störfum, því að innlendar samtímaheimildir geta hans að engu. Bæjarbúar, og Ingibjörg þeirra á meðal, hljóta þó að hafa séð til ljósmyndarans þar sem hann tók meðal annars myndir eftir jarðarför Steingríms biskups Jónssonar sem lést þetta sumar.9 Ekki átti eftir að líða á löngu þar til Ingibjörg sjálf stæði fyrir framan myndavélina, en elstu myndirnar af henni eru líklega frá þeim tíma sem hún var nýflutt til Kaupmannahafnar.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164

x

Andvari

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.