Andvari - 01.01.2011, Qupperneq 146
144
JÓN KARL HELGASON
ANDVARI
verið nefnd en það má sjá þau fyrir sér sem fyrstu taflmennina sem raðað er
upp andspænis hvor öðrum á taflborði hins íslenska nútímasamfélags. Tómas
er fulltrúi þjóðfrelsisbaráttunnar og hefur íslenska sveit sem sinn heimavöll
en Thorvaldsen, sem er staðsettur í miðju vaxandi höfuðstaðar, er fulltrúi
konungssambands íslands og Danmerkur. Það sjónarmið kom skýrt fram
hjá þeim sem tóku til máls daginn sem líkneski hans var afhjúpað. Pétur
Pétursson biskup sagði í sinni ræðu:
Þessi mikla og góða gjöf hlýtur því að vekja hjá oss innilegt þakklæti við hina veglyndu
gefendur og hjá því getur ekki farið, að hún verði til þess að styrkja enn betur og knýta
enn fastara vináttubandið milli vor og bræðra vorra í Danmörku. Hjá því getur ekki
farið, að hún verði fagur friðarbogi, er samtengi hjörtu vor og þeirra í kristilegri von
og kærleika."
í sama streng tók Steingrímur Thorsteinsson í kvæðinu sem sungið var í upp-
hafi athafnarinnar: „En minning hans skal máttug standa / Á milli tveggja
fósturstranda, / Sem bogi sáttmáls, Bifröst skær.“12
II
Ári eftir andlát stjórnmálaleiðtogans Jóns Sigurðssonar (1811-1879) var efnt
til samskota meðal íslendinga til að kosta gerð minnisvarða á gröf þeirra
Ingibjargar Einarsdóttur í kirkjugarðinum við Suðurgötu. Söfnunin gekk
svo vel að þegar bautasteinn þeirra hjóna var tilbúinn reyndist vera tekjuaf-
gangur og var ákveðið að peningarnir yrðu stofnfé nýrrar söfnunar. Tryggvi
Gunnarsson alþingismaður og kaupstjóri Gránufélagsins var formaður
minnisvarðanefndarinnar en auk hans sátu í henni H.Kr. Friðriksson, Hilmar
Finsen, H.E. Helgesen og Björn M. Ólsen. í fréttatilkynningu frá hópnum árið
1882 sagði meðal annars:
Minnisvarði sá, er á gröfinni stendur, er vottur um sorg þjóðarinnar, hið síðasta
virðingarmerki hennar við Jón Sigurðsson látinn.
En það er siður allra menntaðra þjóða, að reisa sínum mestu mönnum minnisvarða
utan grafar, er menn geti nálgast, án þess að sorglegar tilfinningar vakni hjá þeim.
Slíkur minnisvarði er líkneski þeirra, reist á bersvæði.
Vjer þykjumst sannfærðir um, að það sje ósk Islendinga, að eiga slíkt líkneski af
Jóni Sigurðssyni, enda var það og samþykkt á alþingi í fyrra sumar, að safna skyldi
samskotum í þessu skyni, og var oss falið að standa fyrir þeim.13
Hvorki var nefnt hvenær eða hvar skyldi afhjúpa þetta líkneski en niðurstaðan
varð sú að málið frestaðist fram að hundrað ára afmæli Jóns árið 1911.
í millitíðinni var efnt til söfnunar meðal almennings fyrir líkneski af Jónasi