Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.2011, Side 150

Andvari - 01.01.2011, Side 150
148 JÓN KARL HELGASON ANDVARI III Hugmyndir íslendinga um gerð líkneskis af Kristjáni IX. höfðu verið settar fram í kjölfar andláts hans 29. janúar 1906. Hreyft var við hugmyndinni rúmum tveimur mánuðum síðar í grein í vikuritinu Reykjavík en þá þegar höfðu málsmetandi menn bundist samtökum um söfnun vegna málsins. I upphafi greinarinnar var útlistað að íslendingar hefðu aldrei verið miklir dýrkendur danska konungsveldisins en um leið tekið fram að hinn nýlátni konungur hefði þar ótvíræða sérstöðu. „Kristján 9. gaf oss frelsið aftur - frelsið til að stjórna oss sjálfir. Hann gaf oss Stjórnarskrá íslands 1874. Og hann gerði meira. Hann gaf oss aftur þær umbætur á henni, sem vér sjálfir æsktum 1903.“26 Síðar þetta sama ár komu einnig fram hugmyndir um að reisa líkneski af Ingólfi Arnarsyni. Forsaga málsins var sú að Danir höfðu áhuga á að gefa íslendingum afsteypu af höggmynd Thorvaldsens af Jason. Var reiknað með að henni yrði fundinn staður á Austurvelli, nálægt sjálfsmynd listamannsins. Málið var rætt í dönsku blöðunum og lýstu einhverjir þar þeirri skoðun að nær lagi væri að Danir létu steypa í eir líkneski Einars Jónssonar af Ingólfi Arnarsyni. Þessi tillaga var gripin á lofti af ísafold sem taldi öruggt að lands- menn hefðu miklu meiri áhuga á Ingólfi en Jason. Harla fagurt og tilkomumikið og stórum frægt listaverk fengjum vér, þar sem Jason er, og hugnæmt er oss það, að höfundurinn, hinn heimsfrægi snillingur, var af íslenzku bergi brotinn. En hitt vegur stórum meira, margfalt meira, að líkneskið jartegni ekki suðræna, gríska goðfræðishetju, heldur norrænan víking og þar á ofan frægasta manninn í sögu þessa lands, annan en Snorra Sturluson, - Kólumbus Islands.27 Greinarhöfundur lagði til að Ingólfi yrði komið fyrir ofan á Skansinum, gömlu fallbyssustæði sem stóð á þeim slóðum þar sem Seðlabankinn er nú.28 Þegar fréttist að Danir væru hættir við þessi áform lagði Jón Halldórsson, formaður Iðnaðarmannafélags Reykjavíkur, til að félagið stæði fyrir samskotum vegna Ingólfsstyttunnar. Formleg tillaga þessa efnis var samþykkt á félagsfundi í september 1906. Jafnframt var kveðið á um að félagið legði fram 2.000 króna stofnfé en áætlaður kostnaður við fyrirtækið var um tíföld þau upphæð.29 f upphafi tuttugustu aldar var því í raun verið að vinna að því að koma upp fjórum opinberum minnismerkjum í Reykjavík, um þá Jónas, Jón, Kristján og Ingólf. Enn fremur hafði komið til tals að efna til samskota fyrir afsteypu af styttu sem Einar Jónsson hafði gert af Snorra Sturlusyni og var Austurvöllur nefndur sem mögulegur vettvangur hennar.30 Hugmyndin, sem virðist hafa komið frá Einari sjálfum, var sett fram af Birni Líndal í blaðagrein árið 1903 en þar var jafnframt vakin athygli á að myndhöggvarinn nyti ekki lengur
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.