Andvari - 01.01.2011, Page 151
ANDVARI
MANNTAFL SJÁLFSTÆÐISBARÁTTUNNAR
149
styrks af opinberu fé og þyrfti að „vinna fyrir lífinu“.31 í grein sem birtist
í Norðra undir lok ársins 1906 voru þessi miklu áform rædd frá ýmsum
hliðum. Greinarhöfundur taldi æði kostnaðarsamt fyrir fátæka þjóð að heiðra
minningu allra þessara manna með því að láta steypa þá í eir. Lagði hann til
að Kristjáns IX. væri minnst með öðrum og hagkvæmari hætti, enda virtist
honum sem að landsmenn hefðu sýnt samskotum vegna málsins svo lítinn
áhuga að einboðið væri að landssjóður þyrfti að hlaupa undir bagga. „Önnur
blöð er um málið hafa rætt, hafa lagt til að vér reistum minnismerkið með
því, að vér kæmum á fót einhverri líknarstofnun er bæri nafn þessa nýlátna
konungs vors. - Það þætti oss eiga mjög vel við og viljum styðja þá tillögu af
fremsta megni.“32
Niðurstaðan var samt sem áður sú að stytta Einars Jónssonar af Kristjáni
konungi var afhjúpuð framan við Stjórnarráðið við hátíðlega athöfn 26. sept-
ember 1915. Klemens Jónsson landritari flutti ávarp af þessu tilefni. Þar kom
fram að samskot vegna styttunnar hefðu farið vel af stað en bakslag komið
í þau þegar einhverjir hefðu risið upp til andmæla. Samt hefði komið „tals-
vert fé víða að frá landinu og jafnvel frá löndum í Vesturheimi, og það má
með sanni segja, að þessi myndastytta sé bygð fyrir íslenzkt fé, því öll sam-
skotin stafa annaðhvort frá íslandi beinlínis, eða frá íslenzkum viðskiftum.“33
Klemens varði nokkru púðri í að ræða muninn á því að vera kóngsþræll
og drottinhollur (,,loyal“), enda taldi hann ástæðu til að útskýra fyrir yngri
kynslóðum hve mikils virði stjórnarskráin 1874 og lögin um heimastjórnina
frá 1903 hefðu verið fyrir þjóðina og sjálfstæðisbaráttuna. í niðurlagi setti
hann líkneski konungsins jafnframt í samband við hitt líkneskið framan við
Stjórnarráðið og túlkaði þau sem eitt samsett tákn:
Og nú standa þeir hér fyrir framan aðsetur æðstu stjórnar þessa lands, þeir tveir menn,
sem mestan og beztan þátt áttu í því að reisa grundvöllinn undir sjálfstæði landsins,
annarsvegar hinn einvaldi konungur Islands, eftir vorum skilningi á sambandinu, sem
staðfestingarvaldið hafði, og hins vegar fulltrúi þjóðarinnar, sómi íslands, sverð og
skjöldur, hann sem bar höfuð og herðar yfir alla samtíðarmenn sína. Þeir standa nú hér
hvor við hliðina á öðrum, eg veit að þeir menn eru til, sem álíta þetta óviðeigandi af
ýmsum ástæðum; um það má auðvitað deila, en eftir minni skoðun er það vel til fallið,
ekki sízt frá voru sjónarmiði, Islendinga. Þeir standa hér báðir eins og á verði fyrir
framan stjórnarráðshúsið, á verði fyrir frelsi landsins, og þeir eru sýnilegt tákn frelsis
þess.34
í þessum orðum má greina visst óöryggi, ekki aðeins gagnvart þeim
íslendingum sem töldu tímaskekkju að reisa erlendum kóngi líkneski á
lokaspretti sjálfstæðisbaráttunnar heldur einnig og ekki síður gagnvart
þeim Dönum sem hugsanlega töldu helgispjöll að tefla kónginum og Jóni
Sigurðssyni fram sem jafningjum.