Andvari - 01.01.2011, Page 152
150
JÓN KARL HELGASON
ANDVARI
Líkneski Einars Jónssonar af Ingólfi Arnarsyni var afhjúpað á Arnarhóli,
norðan við Stjórnarráðið, 24. febrúar 1924, rúmum fimm árum eftir að ísland
varð fullvalda ríki. Jón Halldórsson afhenti minnismerkið fyrir hönd Iðnaðar-
mannafélagsins, Sigurður
Eggerz forsætisráðherra
tók við gjöfinni fyrir hönd
stjórnvalda og í kjölfarið
var flutt lag sem Páll ísólfs-
son hafði samið við nýtt
kvæði eftir Þorstein Gísla-
son.35 Þar var Ingólfur
kallaður „þjóðfaðir“ og
þess óskað að hann yrði
„ljósvættur landi og bæ“:
„Það land, sem þú vígðir, á
æskudraum enn / í endur-
reisn frelsisins mista.“36 í
tengslum við þennan við-
burð birti barnablaðið
Ljósberinn grein um Ing-
ólf þar sem áhersla var
lögð á gagnkvæmt sam-
band landnámsmannsins
við guðina. Tíundað er að hann hafi ráðfært sig við þá áður en hann ákvað að
sigla til Islands og eins þegar hann byggði bæ sinn, en síðan segir:
En þið, kæru ungu vinir. - Þegar þið gangið fram hjá líkneski Ingólfs, þá látið ykkur
alt af í hug koma: Guð gaf þjóðföður okkar Ingólfi þetta land og gerði hann langlífan í
því, af því að hann treysti honum og fól sig honum. - Við skulum gera slíkt hið sama.
Munið svo, að sá staður, þar sem Ingólfs líkneskið stendur - er helgur staður. Þið
megið aldrei henda steinum þangað, aldrei slíta þar upp blóm, aldrei kasta óhreinindum
á stöpulinn og því síður á líkneskið, aldrei kríta á stöpulinn eða krukka í hann með
neinu. En þögul og prúð megið þið ganga þangað upp og skoða hið fagra listaverk.
Og þá skuluð þið fyrst og fremst þakk[a] Guði fyrir að hann gaf Ingólfi og okkur
niðjum hans þetta fagra og góða land og gaf íslandi líka Einar Jónsson, listamanninn,
sem gat búið til svona líkneski af Ingólfi.37
Hér kemur skýrt fram með hvaða hætti Ingólfsstyttan er í senn þjóðleg og
kristileg táknmynd, en um leið er mynd hans óbeinn minnisvarði um mynd-
höggvarann Einar Jónsson, íslenskan arftaka Thorvaldsens.
Ljóst er að styttan af Kristjáni IX. breytir stöðunni á taflborðinu með-
fram Lækjargötunni og leysir upp þær andstæður hins íslenska og danska