Andvari - 01.01.2011, Page 161
HOFUNDAR EFNIS
Ágúst Þór Árnason (f. 1954). MA-próf við Goethe-háskóla í Frankfurt am
Main í Þýskalandi. Brautarstjóri BA-náms í lögfræði við Háskólann á
Akureyri. Hefur birt rannsóknarrit sem einkum varða um stjómskipunar-
rétt og mannréttindamál í ýmsum löndum.
Birgir Hermannsson (f. 1963). BA-próf í stjómmálafræði frá Háskóla íslands,
MA-próf frá New School for Social Research í New York og doktorspróf
frá Stokkhólmsháskóla. Aðjúnkt í stjómmálafræði við Háskóla íslands.
Rannsóknir hans eru einkum á sviði þjóðemishyggju og gaf hann út rit um
það efni í Stokkhólmi 2005.
Guðjón Friðriksson (f. 1945),sagnfræðingur. Starfaði lengi við blaðamennsku
en hefur verið sjálfstætt starfandi rithöfundur síðustu áratugi og sent frá sér
mörg rit sögulegs efnis, þar á meðal um íslenska fjölmiðla. Ritaði ævisögu
Jóns Sigurðssonar í tveim bindum, 2002-03, en hefur einnig samið ævi-
sögur Jónasar Jónssonar frá Hriflu, Einars Benediktssonar og Hannesar
Hafstein.
Gunnar Karlsson (f. 1939). Doktor í sagnfræði og lengi prófessor í þeirri grein
við Háskóla fslands. Hefur samið ýmis sagnfræðileg verk, kennsluefni og
fræðirit. Þar á meðal margt um sögu nítjándu aldar og er þar fyrst að nefna
doktorsritið Frelsisbarátta Suöur-Þingeyinga og Jón í Gautlöndum og
síðast bókarhlutann Upphafsskeið þjóðríkismyndunar 1830-1874 í níunda
bindi af Sögu íslands.
Gunnar Stefánsson (f. 1946). Próf í íslensku og almennri bókmenntasögu við
Háskóla íslands. Verkefnisstjóri bókmennta á Rás 1 Ríkisútvarpsins og
hefur samið sögu þeirrar stofnunar 1930-1960. Ritstjóri Andvara frá 1985
og á sæti í stjórn Hins íslenska þjóðvinafélags.
Jón Karl Helgason (f. 1965). Doktor í samanburðarbókmenntum frá Banda-
ríkjunum. Dósent í íslensku og menningardeild á Hugvísindasviði Háskóla
íslands. Hefur meðal annars sent frá sér bækurnar Hetjan og höfundurinn,
Höfundar Njálu, Ferðalok og Mynd afRagnari í Smára.
Margrét Gunnarsdóttir (f. 1971). MA-próf í sagnfræði frá Háskóla íslands.
Stundar nú doktorsnám í sömu grein. Hefur einkum rannsakað sögu ís-
lands á 18. og 19. öld og fjallaði MA-ritgerðin um ævi Ingibjargar Einars-
dóttur. Hefur einnig samið ásamt öðrum kennslubækur í sögu fyrir fram-
haldsskóla.
Sigurður Pétursson (f. 1958) Cand. mag.-próf í sagnfræði frá Háskóla Is-
lands. Sjálfstætt starfandi sagnfræðingur á Isafirði. Vinnur að ritun á sögu
verkalýðshreyfingar á Vestfjörðum á vegum Alþýðusambands Vestfjarða
og Verkalýðsfélags Vestfirðinga.