Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1939, Page 62
ÍSLENZAR BÓKMENTIR f CANADA
35
sumir tvær til þrjár, og eftir einn
(St. G. St.) hafa komið út sex bindi
af ljóðum. En mjög mikið af ljóð-
um íslenzku skáldanna hafa birst í
blöðum og tímaritum. Nokkur
hinna úkranisku skálda hafa sam-
ið sögur, einkum stuttar sögur, og
leikrit, en af íslenzku skáldunum
geta aðeins tveir kallast sagnahöf-
undar, annar hefir ritað aðeins
stuttar sögur; og einn er leikrita-
höfundur jafnframt því að vera
ljóðskáld. Eftir því sem Kirkcon-
nell áætlar, hafa að minsta kosti
10,000 kvæði birst í blöðum Úkraníu-
manna í Canada. Og mest af þeim
skáldskap segir hann, að sé aum-
asti leirburður (the saddest sort of
doggerel), talsverður hluti sé þol-
anlegur skáldskapur og dálítið brot
ágætt. Sennilega hefir enginn reynt
að telja allan þann fjölda kvæða og
vísna, sem binst hefir í íslenzkum
blöðum og tímaritum hér í landi,
en víst er um það, að hann er mik-
hl, og um mjög mikið af því má
sjálfsagt segja, að það sé leirburð-
ur! en svo hefir margt verið gott,
og nokkuð, sem kalla má ágætt.
Það er fleira líkt með íslenzku
skáldunum og þeim úkranisku en
það, að kjör þeirra og skilyrði til
bókmentastarfsemi hér í Canada
hafa verið lík; sögulega séð, er
oinnig margt líkt með þeim. Sem
þjóð eru Úkraníumenn hneigðir fyr-
lr skáldskap og söng og hið sama
niá segja um íslendinga. Langflest
skáld beggja þjóðflokkanna eru af
alþýðufólki komin. Hjá íslending-
um hafa alþýðuskáldin, sem svo eru
nefnd, það er að segja skáld, sem
ort hafa létt og auðskilin ljóð, verið
í mestu afhaldi, þó að nú sé ef til
vill orðin nokkur breyting á því.
Próf. Kirkconnell segir að skáld-
skapur úkraníumanna sé yfirleitt
léttur og aðgengilegur fyrir almenn-
ing, hann líkir alþýðukveðskap
þeirra við íslenzku rímumar og
skozku þjóðkvæðin (ballads). Eitt
ská ld Úkraníumanna hér, sem mun
vera eitt hið alþýðlegasta skáld
þeirra, hefir náð alveg ótrúlegum
vinsældum. Af ljóðabók, sem hann
gaf út, hafa selst 50,000 eintök síðan
1911. Þessi maður hefir átt lengi
heima í Winnipeg og stundaði dag-
launavinnu þar um mörg ár. Nokk-
ur ung úkranisk skáld, fædd og upp-
alin í Canada og mentuð á skólum
hér, yrkja á móðurmáli sínu og
mynda einskionar nýjan skóla meðal
úkraniskra skálda. Við íslendingar
eigum ekkert í líkingu við það.
í bæklingi, sem heitir “New Can-
adian Letters”, eftir Kirkconnell,
og er endurprentun úr “Letters in
Canada, 1938”, sem birtist í Uni-
versity of Toronto Quarterly, Vol-
ume VIII, No. 4, er skrá yfir rit-
störf vestur-íslenzkra og annara út-
lendra höfunda í Canada fyrir árið
1938. Skrá þessi er hin fróðleg-
asta. í henni eru nöfn 57 íslenzkra
rithöfunda í Canada og Bandaríkj-
unum. Af þessum 57 hafa 41 birt
ljóð eftir sig, 5 hafa isamið ritgerðir
eða bækur sögulegs efnis, 3 skáld-
sögur, 3 hafa ritað um listir, 4 æfi-
sögur, 6 um trúarbrögð, 4 um bók-
mentir og 3 um ýmisleg önnur efni.
Fiest ljóðskáldanna hafa birt kvæði
af og til í blöðunum, tvö hafa gefið
út ljóðabækur. önnur ritverk eru
auðvitað flest ritgerðir, isem hafa
birst í blöðunum. Fimm bækur
gefnar út í Reykjavík eru taldar