Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1945, Side 24

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1945, Side 24
Jo Mag'nás BjjaiPETia§©En Eítir Dr. J. P. Pálsson “Ef allir væru eins og Mr. og Mrs. Bjarnason, væri gott að lifa í þessum heimi.” Hann var góður maður, góður vin- ur, góður kennari, gott skáld. Þetta vita þeir sem umgengust hann og lásu verk hans. Aðrir taka það trú- anlegt sem sagt er um hann lifandi og látinn; því aldrei munu þeir sjá ne heyra annað en gott eitt um Magn- ús. En lof um hinn látna er svo al- gengt og sjálfsagt, að lýsingarorðið, góður, er því nær marklaust um þann sem kominn er í gröfina. Sumir teljast góðir, séu þeir svo hugsunar- og afskiftalausir, að þeir reka sig aldrei á skoðanir né áform annara. Aðrir fyrir að gefa brot af gróðafé sínu. Þá eru guðsmennirnir, sem ganga í kirkju á hverjum helgum degi, og mæta fári og fátækt sinni og meðbræðranna, með bænum og sakra- mentum, og von um eilífa sælu — eftir þetta líf. Önnur góðmenni neita sér um glaum og gleði þessa auma lífs, hirta hold sitt og gera sitt ítrasta til, að aðrir taki upp þetta heilaga háttalag þeirra, og bæti þannig ráð sitt. Og enn eru þeir góðu menn, sem ganga úr leik lífsins, gerast einbúar, og ná sambandi við höfund lífsins, með því að stara tímunum saman á naflann á sér. Flestir þessara “góðu” manna eiga það sameiginlegt, að tala um, og trúa á fórnfærslu, sem fyrsta og æðsta skilyrði sannrar góðmensku. M. ö. o. Góðverkin hafa tap og þján- ingar í för með sér. Sú kenning var andstæð innræti og breytni Magnúsar. Líf hans gekk alt út á, að auka gleði og gæfu sem flestra þeirra, er hann mætti á lífs- leiðinni; og við þetta verk sitt naut hann starfsgleðinnar í fullum mæli, engu síður en ötull og laginn verk- maður, við vinnu sína. Manngæska hans var knúð fram af innri þörf; og fengi hann henni ekki fullnægt, var honum lífið einkis vert. Því varð honum aldrei full ljóst, hversu miklu góðu hann kom til leiðar, meðal sam- ferðamanna sinna. Hann var sér þess ekki meðvitandi, að margir, sem höfðu kynni af honum, voru honum skuldugir. Hann gladdi þá, örvaði vilja, og jók sjálfstraust þeirra. Og í vissum skilningi áttu nokkrir honum líf sitt að launa. Þó var hann eng- inn missióneri; var laus við alla á- stríðu til heims-bóta. Var hann þó nógu glöggskygn til að greina mis- fellurnar í mannheimum. — En hver var hann, að ætla sér að jafna þær? Skáldverk hans eru laus við prédik- anir, um hvernig menn eigi að lifa og láta. Og öll þau ár, sem eg var honum samtíða, vissi eg ekki til, að hann “héldi ræðu”. í samræðum kom hann fram, eins og á annara þekking og skoðunum væri alt að græða, en það sem hann legði til málanna, skifti litlu. Þó sóttust ungir og gamlir, leikir og lærðir eftir að hafa tal af
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197
Side 198
Side 199
Side 200

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.