Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1945, Síða 25

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1945, Síða 25
J. MAGNÚS BJARNASON 3 honum. Heimili þeirra Magnúsar og Guðrúnar, konu hans, var eins og gróður-ey, á eyðimörk. Þar var ætíð bjart og friðsælt, þó sandrok heimsku og harms blindaði sjónir manna, um heim allan. Og þegar gestirnir kvöddu, höfðu þeir hvílst svo, að næsti áfanginn varð ljúfari og léttari, en leiðin að baki. Ekki er það ætlun mín, með þess- um línum, að gera nokkurt heildar- yfirlit af ævi Magnúsar eða skáld- verkum hans. Til þess eru engar heimildir handbærar; og jafnvel dag- bók hans er mér ókunn, nema hvað hann las mér einstöku málsgreinar úr henni. Enda var það persóna hans °g dagleg framkoma, sem hreif mig meir en nokkuð það sem hann ritaði. Verð eg því að láta mér nægja, að segja frá fáeinum hversdagslegum atvikum, sem vöktu og efldu ást mína og virðingu fyrir þessum einkenni- lega manni. Og gerðu fleiri slíkt hið sania, mundi fyrst fást samsteypt mynd af honum. Seint um haustið 1894, sá eg hann i fyrsta sinn. Við vorum nýflutt að Geysi, en svo hafði heimilisréttar- land föður míns verið nefnt, áður en við settumst þar að. Eg átti eitt- hvert erindi við frænku mína, sem þá hjó á Brekku, næsta “landi” norðan við Geysi. Magnús var þar gestkom- andi. “Þetta er nú kennarinn þinn”, sagði frænka mín. Hann heilsaði mér vingjarnlega og tók mig strax lali, sem alt gekk út á, að grenslast eftir hvað mikið eg kynni til bókar- innar. Og þegar eg sagðist hafa lært öfuga þríliðu og hefði fengið tilsögn í ensku, virtist mér glaðna yfir hon- um. En hvaða gleðiefni bóklærdómur minn, emigrantastráks í vaðsmálsföt- um, var hálærðum skólakennara í Ameríku, var mér hulin gáta; og eins hitt, að hann ávarpaði mig með nafni, og kunni nöfn og önnur deili á for- eldrum mínum og systkinum. Á heim- ili okkar, hafði ekkert verið útgert um skólagöngu okkar systkinanna. En þessi ókunni maður virtist þegar hafa skipulagt námsferil okkar. Eg færi í skólann, ekki sem byrjandi, heldur til framhaldsnáms, og mundi ekki líða á löngu, að eg settist í bekk með jafnöldrum mínum. í svipinn mun eg varla hafa orðið mér þess vís, hversu þetta samtal hresti mig og örvaði; en á heimleiðinni var eg létt- ari í lund og spori en nokkru sinni áður í þá fjóra mánuði, sem eg hafði dvalið í þessu landi. Þegar heim kom, og eg sagði fréttirnar, var eg spurður spjörunum úr: Hvernig er þessi kennari? Er hann stór maður? Er hann fínn? Hvað gamall heldurðu hann sé? — En þó eg væri álitinn vel í meðallagi athugull, fann eg engin svör við þessum spurningum. Þó mér fyndist persónan standa mér ljóslifandi fyrir hugskotssjónum, var mér ómögulegt að lýsa ytra útliti kennarans. Og mér er nær að halda, að honum verði aldrei lýst svo, að þeir sem kyntust honum geri sig á- nægða með lýsinguna. — Hann var meir en meðal maður á hæð, beinvax- inn og bar höfuðið hátt. Liðlegur í hreyfingum og léttur í spori. And- litið stórskorið, en svaraði sér vel, og var alt í senn: ásjóna víkingsins, höfðingjans, gáfumannsins og barns- ins. — Jafnvel ljósmyndavélin gerði honum aldrei skil — fremur en læk eða leiti í heimahögum, þegar sólin skín. . . . Okkur furðaði á því, að vandalaus maður vissi deili á okkur,
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184
Síða 185
Síða 186
Síða 187
Síða 188
Síða 189
Síða 190
Síða 191
Síða 192
Síða 193
Síða 194
Síða 195
Síða 196
Síða 197
Síða 198
Síða 199
Síða 200

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.