Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1945, Síða 26
4
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA
nýkomnum, lítilsigldum emigrönt-
um. Frænka var fámál kona. Hann
hlaut að hafa spurst ítarlega fyrir um
okkur. — Og hvers vegna?
Eftir stutta viðkynningu við Magn-
ús, komst eg á þá skoðun, að hann
væri óvenjulega forvitinn. Það virt-
ist ástríða fyrir honum, að fá alla
mögulega vitneskju um hvern sem
hann fyrir hitti, þó aðeins væri ó-
kunnur vegfarandi. Og var mér oft
skemt, þegar við Magnús hittum ó-
kunnan mann, hvort sem var á förn-
um vegi eða innan fjögra veggja.
Fréttaleit hans var svo einkennileg;
og mér fanst hann krefja menn til
sagna, með aulalegum spurningum og
tilsvörum. Þó held eg að hann hafi
hagað samtalinu eftir því, hvernig
honum leist á manninn. Til dæmis,
virtist hann feiminn, eða fámáll, sló
Magnús fram einhverri staðhæfing,
eða ágiskun, sem krafðist andmæla:
Þú munt vera vestan af strönd. — Þú
mun vera í heimsókn (til þessa eða
hins, sem hann nefndi, en ekki átti
heima í bygðinni, og gott ef hann var
til!) — Ekki vænti eg að þú sért
skyldur (þessum eða hinum) ? Þess-
ar getgátur hans voru ekki aðeins út
í bláinn, heldur svo fjarri öllum lík-
um, að það var gustukaverk, að fræða
þennan einfeldning og leysa ofan af
skjóðunni við hann. Og samtalið
gerðist óþvingað og eðlilegt. — Svo
þegar við vorum tveir einir, gerði
hann ýmsar athugasemdir um mann-
inn: Hann liti greindarlega út. —
Hann mundi hafa hlotið nokkra
menntun. — Hann virtist vera vel að
manni. — Hann væri líklega mesti á-
gætis maður. Og við þessar athuga-
semdir Magnúsar, skýrðist persónan
fyrir mér og varð mér minnisstæðari
en ella. Líkt og listmálari hefði, með
einum ákveðnum drætti skýrt mynd
einstaklingsins, svo hann skar sig úr
fjöldanum. En drátturinn jók ætíð
gildi hans. Eg er viss um, að Magnús
var manna fyrstur til að verða þess
var, sem miður fór í fari annara, þó
hann hefði aldrei orð á því. En væri
hallað á þá, í hans eyru, fann hann
þeim ætíð eitthvað til hróss. Einn
var duglegur, eða glíminn, eða minn-
ugur o. s. frv. Og þó þessi vörn kæmi
ekki málinu við, varð hún til að
dreyfa samtalinu og beina því í aðra
átt.
Magnús unni meðbræðrum sínum
fyrir það sem þeim var vel gefið.
Hitt var aukaatriði, sem hann lét sér
engu skifta. í fljótu bragði virtist
þetta glámskygni, og skortur á heil-
brigðri dómgreind, og var ein ástæð-
an fyrir því, að sumir álitu hann
fremur einfaldan og barnslegan. —
Annað sem mun hafa stutt það álit á
honum, var afskiftaleysi hans af
safnaðar — og stjórnmálum. Hann
greiddi ekki atkvæði í kosingum, ár-
um saman, og tilheyrði engri kirkju.
Hvernig hann leit á safnaðarlífið, má
geta til um, af sögu hans, Söfnuður-
inn í Þistilhverfi. Og það verður
vægast sagt, að hann hafði óbeit á
sumum kirkju-kreddum, t. d. þeirri,
að börn væru fædd í synd, og að skap-
arinn vildi ekkert hafa með þau, fyrr
en búið væri að krossa þau og ausa
helgu vatni. Þá var hann sannfærður
um að mennirnir séu yfirleitt of góð-
hjartaðir, til að verða aðnjótandi
friðar og sælu himnaríkis, vitandi
miljónir meðbræðra sinna kveljast
eilíflega í helvíti.
Hinni sífeldu leit, eftir kostum í
fari einstaklingsins, kom Magnús