Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1945, Side 30

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1945, Side 30
8 TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA sjálfsagt að eg yrði sér samferða — gat hann þess, að nefndin hefði falið sér á hendur, að koma með trúverð- ugan ungling, til að “aðstoða við hliðið”. — Hvernig hann rataði til okkar gegn um kargaskóginn, er mér enn hulin gáta; en veit það eitt, hann viltist aldrei af vegi kærleikans. Þegar eg lít til baka yfir árin sem Magnús bjó á Arnheiðarstöðum, undrar mig hversu honum vanst tími til ritstarfa; því þó búið tefði hann ekki til muna, átti hann í mörg horn að líta. Fótgangandi ferðaðist hann, ekki einungis um nágrennið, heldur oft og langleiðis um alla nýlenduna. Áhugi hans fyrir framhaldsnámi nemenda sinna og annara ungmenna, sem kyntust honum, kostaði hann margt sporið. Eina fjárvon fátækra nemenda þá, eins og um langt skeið síðar, var að komast að kenslu við sveitaskóla; og varð Magnús oftast að tryggja okkur stöðuna og útvega kennara-leyfi hjá mentamáladeild- inni. Til dæmis, hafði eg ekki fyrr “útskrifast” úr skóla hans, en hann fór á stúfana, til að ná í embætti fyrir þennan nýja kandidat sinn. Að ganga tuttugu mílur, til að sannfæra skóla- ráðsmenn úti á enda nýlendunnar, um að þessi eða hinn skjólstæðingur hans væri afburða gáfaður og fædd- ur kennari, var ekki nema sjálfsagt. Og þó eg ætti bágt með að efast um dómgreind hans, fann eg brátt að eg var ekki verkinu vaxinn. En hvorí sem hann skorti dómgreind eða sam- viskusemi í þessum efnum, þegar óskabörn hans áttu í hlut, hafa þau að líkindum ekki gefið honum það að sök. Á þessum árum voru sveitaskólar opnir lengst sex mánuði ársins. — Hæsta kaup var þrjátíu dollarar um mánuðinn, og þó þau Magnús og Guðrún hefðu við allan sparnað og reglusemi, hrukku ekki launin, nema hann væri sér út um kenslu víðar en við Geysis-skólann. Stundum kendi hann á Hnausum, part úr árinu, og gekk oft daglega að heiman og heim — sjö mílur. Haustið 1895 kendi hann í Mikley. Eg var þá vikadrengur á heimili hans, og er því kunnugt um, að hann gekk heim eftir skóla á föstudögum, og til baka seinni part sunnudags. Mun sú vegalengd nema f jörutíu míl- um. Auk þess varð hann að vera sér út um ferju yfir sundið milli eyjar og lands. Um þessar mundir þjónaði séra Oddur Gíslason söfnuði í Mikley, og slóst hann stundum í förina með Magnúsi; og gerðust þeir góðir vin- ir. Mun prestur hafa sagt Magnúsi frá ýmsu, sem á daga hans hafði drif- ið; en síðan sagði Magnús okkur Guðrúnu, og við frásögn hans, varð klerkurinn að víkingi og sægarpi, í huga mínum. Hann hafði ekki mikið orð á sér, sem kennimaður, og ekki hafði hann flutt annað með sér frá ættjörðinni, en álitlegan barna-hóp og nafnbótina, “grútar-Oddur”. En hana hlaut hann fyrir að verða einn fyrstur manna til að nota olíu eða lýsi til að lægja stórsjóa. — Eins og oftar, munu ummæli Magnúsar hafa reynst okkur Oddi mun hollari en almannarómur. Frá þessum árum, man eg ekki eftir neinum skemtisamkomum í Geysis- bygð, sem Magnús var ekki beinlínis eða óbeinlínis höfundur að. Auk jólasamkomu, í sambandi við skólann, stofnaði hann til leiksýninga, einnar
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197
Side 198
Side 199
Side 200

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.