Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1945, Page 35
J. MAGNÚS BJARNASON
13
þeirra skálda, sem yrkja best, þegar
þeim líður sem verst. Allan þann
tíma, sem hann þjáðist af lasleika
sínum, vann hann að skáldsögunni,
Vor og haust. Hann talaði oftar við
mig um þetta verk sitt, en nokkuð
annað sem hann ritaði. Og þá virtist
mér honum þykja vænna um þá sögu,
en það sem hann hafði áður samið.
Sagan var mikið verk, og í henni var
fjöldi ljóða. Hann las mér ljóðin og
nokkra kafla úr sögunni; og hreif það
naig meir, en nokkuð annað sem eg
las eftir hann. Löngu síðar, heimsótti
eg hann í Marshland, og bað hann
nm, að lofa mér að líta yfir handrit-
ið. Sagði honum að eg gæti aldrei
gleymt einni vísu, sem hann hefði
farið með, þegar við vorum á gangi
kvöld ei’tt í Geysis-bygð, og sagt mér
að væri úr sögunni Vor og haust:
Og máninn veður hin myrku ský,
°g golan kveður hér greinum í.
Er harmar brenna við hjartað mitt,
það er sem kenni eg kallið þitt.”
Og eg bætti því við, að Kristján Jóns-
s°n hefði ekki betur kveðið.
Magnús svaraði því, að hann hefði
verið sjúkur maður, þegar hann samdi
söguna og ljóðin, og því væri hvorugt
heilbrigt. Hann hefði brent það alt
saman, og best færi á því, að slíkt
féili í gleymsku. Mér gramdist, ekki
síður en þegar Dr. K. J. Austmann
Sekst fyrir að Ævintýrin yrðu gefin
ut- Þá vinsaði Magnús úr þeim, ekki
Veit eg hve mörg, og bar þau á eld-
inn, fyrir þá einu ástæðu að, “þau
mundu særa suma þá sem læsu”. Eitt
þessara útburða hans, þótti mér bæði
tilkomumikið og táknrænt. Aðal per-
sónan var slátrari, og að líkum, var
hann ekki sýndur í ljósi fegurðar og
fagnaðar. “Slátrarar eru eins vænir
og hjartagóðir menn, eins og aðrir,”
sagði Magnús, “og það væri illa gert
af mér, að eiga á hættu, að særa til-
finningar þeirra, um ókomna tíð.”
Skáldið Tennyson kvaðst vera þátt-
ur alls þess, sem hann mætti á lífs-
leiðinni. Og líklegt er, að Magnús
hafi haft talsverð áhrif á samferða-
menn sína, sér í lagi þau ungmenni,
sem hann kom til menta. Hversu víð-
tæk og djúpstæð þau áhrif hans hafa
reynst, verður hvorki mælt né vegið.
Þar má hver segja fyrir sig. Fyrir
mitt leyti, er mér ljóst, að skoðanir
mínar, sem eg tel að mestu varði, eiga
upptök sín í viðkynningu minni af
honum og Guðrúnu. Hann sem ör-
sjaldan mintist á trú — eða stjórn-
mál, átti óbeinlínis þátt í, að snúa
mér frá pólitískri og trúarlegri orþó-
doxíu. Magnús fann gáfur og göfug-
lyndi hjá mönnum af öllum þjóð-
flokkum. Að því leyti var hann
heimsborgari. í breytni sinni við
aðra menn, “fetaði hann í fótspor
frelsarans” — án kirkjuferða og
bænahalda.
Meðferð hans á þeim litlu efnum,
sem hann innvann sér, stakk í stúf
við grundvallarreglu hins svokallaða
einstaklings framtaks, sem leitt hefir
vestrænar þjóðir út á refilstigu. Ást
Magnúsar til hins óbrotna almúga-
manns, og traust hans á honum, var
hans hjartans mál — alt nema
hið sífelda skrum þeirra “lýðræðis-
manna”, sem í orði kveðnu hefja rétt
einstaklingsins og meðfædda tign
hans til skýjanna, en í reyndinni
troða hann niður í skarnið. Hann
skorti löngun, lævísi og kænsku til
að hremma pund úr holdi náungans.