Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1945, Page 35

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1945, Page 35
J. MAGNÚS BJARNASON 13 þeirra skálda, sem yrkja best, þegar þeim líður sem verst. Allan þann tíma, sem hann þjáðist af lasleika sínum, vann hann að skáldsögunni, Vor og haust. Hann talaði oftar við mig um þetta verk sitt, en nokkuð annað sem hann ritaði. Og þá virtist mér honum þykja vænna um þá sögu, en það sem hann hafði áður samið. Sagan var mikið verk, og í henni var fjöldi ljóða. Hann las mér ljóðin og nokkra kafla úr sögunni; og hreif það naig meir, en nokkuð annað sem eg las eftir hann. Löngu síðar, heimsótti eg hann í Marshland, og bað hann nm, að lofa mér að líta yfir handrit- ið. Sagði honum að eg gæti aldrei gleymt einni vísu, sem hann hefði farið með, þegar við vorum á gangi kvöld ei’tt í Geysis-bygð, og sagt mér að væri úr sögunni Vor og haust: Og máninn veður hin myrku ský, °g golan kveður hér greinum í. Er harmar brenna við hjartað mitt, það er sem kenni eg kallið þitt.” Og eg bætti því við, að Kristján Jóns- s°n hefði ekki betur kveðið. Magnús svaraði því, að hann hefði verið sjúkur maður, þegar hann samdi söguna og ljóðin, og því væri hvorugt heilbrigt. Hann hefði brent það alt saman, og best færi á því, að slíkt féili í gleymsku. Mér gramdist, ekki síður en þegar Dr. K. J. Austmann Sekst fyrir að Ævintýrin yrðu gefin ut- Þá vinsaði Magnús úr þeim, ekki Veit eg hve mörg, og bar þau á eld- inn, fyrir þá einu ástæðu að, “þau mundu særa suma þá sem læsu”. Eitt þessara útburða hans, þótti mér bæði tilkomumikið og táknrænt. Aðal per- sónan var slátrari, og að líkum, var hann ekki sýndur í ljósi fegurðar og fagnaðar. “Slátrarar eru eins vænir og hjartagóðir menn, eins og aðrir,” sagði Magnús, “og það væri illa gert af mér, að eiga á hættu, að særa til- finningar þeirra, um ókomna tíð.” Skáldið Tennyson kvaðst vera þátt- ur alls þess, sem hann mætti á lífs- leiðinni. Og líklegt er, að Magnús hafi haft talsverð áhrif á samferða- menn sína, sér í lagi þau ungmenni, sem hann kom til menta. Hversu víð- tæk og djúpstæð þau áhrif hans hafa reynst, verður hvorki mælt né vegið. Þar má hver segja fyrir sig. Fyrir mitt leyti, er mér ljóst, að skoðanir mínar, sem eg tel að mestu varði, eiga upptök sín í viðkynningu minni af honum og Guðrúnu. Hann sem ör- sjaldan mintist á trú — eða stjórn- mál, átti óbeinlínis þátt í, að snúa mér frá pólitískri og trúarlegri orþó- doxíu. Magnús fann gáfur og göfug- lyndi hjá mönnum af öllum þjóð- flokkum. Að því leyti var hann heimsborgari. í breytni sinni við aðra menn, “fetaði hann í fótspor frelsarans” — án kirkjuferða og bænahalda. Meðferð hans á þeim litlu efnum, sem hann innvann sér, stakk í stúf við grundvallarreglu hins svokallaða einstaklings framtaks, sem leitt hefir vestrænar þjóðir út á refilstigu. Ást Magnúsar til hins óbrotna almúga- manns, og traust hans á honum, var hans hjartans mál — alt nema hið sífelda skrum þeirra “lýðræðis- manna”, sem í orði kveðnu hefja rétt einstaklingsins og meðfædda tign hans til skýjanna, en í reyndinni troða hann niður í skarnið. Hann skorti löngun, lævísi og kænsku til að hremma pund úr holdi náungans.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.