Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1945, Side 38
16
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA
hans og reyndist honum sannur
vinur og bjargvættur. — Þessum
presti virðist hafa verið vel kunn-
ugt um ætt Jonson’s, og hann segir
honum, (að sögn), leyndarmál, ætt-
inni viðvíkjandi. En hver var þessi
kaþólski prestur? Og hvað var það,
sem hann sagði Ben Jonson um ætt
hans? Er það bláber þjóðsögn,eða
hvað? Sá, sem ritað hefir um Jon-
son í Encyclopædia Brittanica,
hefir ef til vill vitað um þetta
atriði, en hefir eflaust engan trún-
að á það lagt, því að hann segir
ekki frá því. En mér þykir líklegt,
að annar eins fræðimaður og J. A.
Symonds, hafi getið um þetta í bók
þeirri, er hann ritaði um Jonson;
og þess vegna langar mig svo mjög
til að lesa þá bók. Annað er það,
sem mig langar til að vita: hvort
Ben Jonson hefir byrjað að rita
nafn sitt sem Jonson, eftir að prest-
urinn sagði honum leyndarmálið;
því að fyrst framan af ævinni skrif-
aði hann það sem Johnson, (að
minsta kosti með köflum). — Á
fimtándu öld, og langt fram á þá
sextándu, voru miklar samgöngur
milli íslands og Englands. Nokk-
urir fslendingar tóku sér bólfestu
á Englandi við og við, einkum þeir,
sem fóru utan með enskum sjó-
mönnum. Og systir Marteins bisk-
ups Einarssonar giftist enskum
manni, ef eg man rétt það, sem eg
hefi um hana lesið, og flytst til
Englands með manni sínum. Mar-
teinn bróðir hennar, sem þá er ung-
ur drengur, fer þangað um sama
leyti, dvelur þar mörg ár og fær
mentun sína á skólum í Englandi.
Og að líkindum hafa fleiri af þeirra
fólki farið til Englands á þeim ár-
um. Og á þeim árum, og langt
fram á seytjándu öld, fóru íslensk-
ir námsmenn við og við til Eng-
lands og dvöldu þar lengri og
skemri tíma; og sumir þeirra hurfu
aldrei heim aftur. En hvar á Eng-
landi höfðu íslendingar aðal-bæki-
stöð sína þá? Ef til vill í Bristol,
og í Annan (við Solway Firth) ?
Einmitt þar sem sumir ættmanna
Ben Jonson’s voru búsettir um
langt skeið. Hver getur sagt um
það? — Eg hefi lesið flest-öll leik-
rit Jonson’s, nokkur kvæði eftir
hann, tvær eða þrjár ritgerðir, og
svo ágrip af ævi hans; og mér virð-
ist það alt bera þess glögg merki,
að hann hafi verið há-norrænn í
anda og hálfgerður víkingur —
skapmikill og drenglundaður. Og
einkennilegt er það, hvað gleðileik-
urinn hans, “The Silent Womarí’,
er líkur einni íslenskri þjóðsögu,
sem eg heyrði í æsku.
31. ágúst 1931.
í þremur af leikritum Ben Jon-
son’s er hann, að sögn, sjálfur ein
af aðal-persónunum: Hann er Hor-
ace í “The Poetaster”, Crites í
“Cynthia’s Revels”, og Asper í
“Every Man Out of His Humour”■
Þessi þrjú leikrit eru samt ekki þau
bestu, sem hann skrifaði. Snildar-
verkin hans eru þessi: “Volpone”,
“The Alchemist”, “The Silent
Woman”, og “Every Man in His
Humour”. — Þó að Ben Jonson
væri aðallega leikrita-skáld, þá orti
hann samt mikið af Ijóðum, og
nokkur þeirra eru sígildir gim-
steinar, eins og til dæmis þessi:
“Drink to me only with thine eyes”,
“Queen and Huntress, Chaste and