Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1945, Side 44
IKLtFÍsUinnLSiiniini Qtm@siiiimini^§§©ini
Eftir prófessor Stefán Einarsson
Kristmann Guðmundsson er fædd-
ur 23. okt. 1902 að Þverfelli í Lunda-
reykjadal. Kristmann var ekki hjóna-
bandsbarn, fremur en sumir aðrir
merkir gáfumenn. Móðir hans var
af góðum ættum, fólki sem var fast-
heldið á óðul sín í Borgarfirði og
fanst því ekki til, þegar heimasæt-
an átti króann með
manni, sem eigi var
talinn sérlega fastur
í rásinni, þótt hann
væri gáfaður og
merkilegur á sína
vísu.
Kristmann ólst upp
hjá afa sínum — móð-
urföður sínum—fyrst
að Þverfelli, síðan úti
á Snæfellsnesi, þar
sem hann lætur sumar
sögur sínar gerast á
síðan. Eigi verður það
sagt, að hann ætti sjö
dagana sæla í upp-
vexti sínum, þar sem hann var bæði
móðurlaus og skorti félagsskap ann-
ara barna, enda var hann ekki leynd-
ur því að hann væri meðallagi vel-
kominn gestur í ætt móður sinnar.
Afleiðingin af þessu varð sú, að hann
varð eigi aðeins baldinn og þrjóskur,
strákurinn, heldur einnig kvíðinn og
taugaveiklaður, svo að stundum lá
við að hann sæi ofsjónir. En fátt er
svo með öllu illt, að ekki boði nokk-
uð gott. Uppeldið, þó gallað væri,
kendi honum að flýja inn í sjálfs síns
hugskot. Þar skóp hann sér bjarta
veröld, fullskipaða fólki, sem síðar
hefir komið höfundinum í góðar þarf-
ir við skáldsagnagerðina. Söguhetj-
ur Kristmanns, einkum í ættarsög-
unum, eru oft sprotnar úr sama jarð-
vegi og hann sjálfur: annarsvegar
S'tolt átthagabundin
ætt, hinsvegar gáfað,
rótlaust skáld eða
lausingi.
Þrettán ára gamall
fór drengurinn frá
móðurbróður sínum,
— afi hans var þá dá-
inn fyrir nokkru, —■
og lagði af stað með
tvær hendur tómar út
í heiminn. Nú byrjaði
lífsbaráttan fyrir al-
vöru. í tólf ár barðist
hann við berklaveik-
ina og hafði að lokum
betur. Stundum átti
hann lítt til hnífs eða skeiðar. Hann
gekk í alt: vegavinnu, vinnumensku,
fiskiróðra, verkamensku, skrifstofu-
störf, búðarlokustörf. Hann var að-
s':oðarmaður á geðveikra spítala, öl-
gerðarmaður, búfræðingur, málari,
múrari, umferðasali, líftrygginga-
sali, kaupmaður, hnefaleikakennarii
tungumálakennari, sundkennari, rit-
dómari, ritstjóri blaðs, útgefandi
tímarits, — og er þá víst ekki alt upp
talið.