Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1945, Page 49

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1945, Page 49
kristmann guðmundsson Upp skaltu á kjöl klífa, köld er sjávar drífa; kostaðu huginn að herða; hér muntu lífið verða. Skafl beygjattu skalli, þótt skúr á þig falli. Ást hafðir þú meyja; eitt sinn skal hver deyja. Þessi vísa sameinar hetjuanda vík- ingaaldarinnar og kvendýrkun ridd- araskaparins. Og Halldór er veikur á svellinu, þar sem kvenfólkið er á aðra hönd. Fyrsta ást hans verður örlögþrungin. Stúlkan, sem hann elskar, giftist góðum vini hans. Þá Uýr hann suður á land, þar sem hann vinnur ástir Salvarar, hinnar stoltu, sterku konu. En örlögin spinna ann- an þráð. Halldór lendir í roki og verður sæhafi á ókunnum bæ. Þar hitt hann stúlku, sem minnir hann svo mjög á æskuástina sína, að hann getur ekki spyrnt á móti broddunum. ^egar hann kvænist þessari konu, heitir Salvör honum hefndum. Hún gengur að eiga danska kaupmanninn, °g með hans hjálp tekst henni að halda Halldór í ævilangri áþján fá- tæktarinnar. Kona hans er galla- Sripur, en honum dettur ekki í hug að yfirgefa hana. í ellinni fær hann að heyra, að æskuástin hans hafi 1 raun og veru elskað hann, þótt hún tæki vin hans. En þá er hann löngu húinn að vinna sér álit allra fyrir drengskap sinn og hetjuskap, þegar á það reynir að bjarga mannslífum úr hlóm Ægis. Fjandskapurinn milli fjölskyldn- anna brennur enn glatt í næstu kyn- slóðinni, sem lýst er í bókinni Sigmar (Osló 1930). Þó endar sú saga með 27 því, að barnabörnin ná saman. Synir Halldórs og Salvarar eru hér á önd- verðum meið, eigi aðeins í ástamál- um, heldur líka í stjórnmálum, sonur Halldórs sem fulltrúi jafnaðarmanna, sonur Salvarar og kaupmannsins sem fulltrúi auðvaldsins. Sagan er þann- ig að nokkru leyti um þjóðfélagsmál, og átökunum er lýst frá frjálslyndu sjónarmiði, líkt og Hagalín gerir í Brennumenn. En annars eru sögu* hetjurnar fyrst og fremst menn á leikborði örlaganna, svo að þjóðfé- lagslýsingin verður heldur utan- gátta; höfundinn skortir sýnilega alla stéttvísi, og skal það ekki sagt honum til lasts. Næsta bók Kristmanns er Det hellige fjell (Helgafell, Osló 1932), ágæt söguleg saga. Hér endursegir hann ekki fornsögurnar eins og Kamban gerir í Jeg ser et sköm Land, og ekki vefur hann heldur sög- una um þekta menn úr fornritunum eins og Gunnar Gunnarsson gerir. I stað þess leiðir hann fram úr fylgsn- um ímyndunar sinnar göfugan mann úr þrændalögum, sem fer með fólk sitt og fé til íslands, en gerir á leið- inni strandhögg á írlandi og rænir þar bæði nautum og þrælum. Þaðan fer hann beina leið til Snæfellsness og nemur land undir Helgafelli. í þessari nýju sveit, sem er skógi vaxin milli fjalls og fjöru og full af ótrú- legum gæðum í veiðiskap til lands og sjávar vex upp hin unga íslenska þjóð úr norskum og írskum þjóðar- brotum: fyrsti íslendingurinn er son- ur höfðingjans úr Þrándheimi og írsku ambáttarinnar. Sumar sögu- hetjurnar eru tákn þeirra afla, er átt- ust ilt við og temja varð, áður en þau gátu runnið saman í nýrri íslenskri
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.