Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1945, Qupperneq 55
ALDURSFORSETI ÍSLENSKRA LJÓÐSKÁLDA
33
var sóknarprestur á Ríp; þeir voru
sammæðra.
Árið 1882 kvæntist Magnús og
Sekk að eiga Helgu Jónínu, dóttur
Halls Hallssonar í Réttarholti; næsta
ár byrjuðu þau búskap á Hjaltastaða-
koti í Blönduhlíð; þau fluttu vestur
haf 1886 ásamt árs gamalli dóttur,
Hallfríði að nafni; á hinu fyrsta dval-
arári í þessu landi veiktust mæðg-
Urnar báðar, og létust með eins dags
millibili þann 15. og 16. september.
Hg hefi heyrt gamla menn telja það
t1! raunverulegrar fyrirmyndar, hve
Magnús skáld varð vel við þessum
þungu örlögum; þannig hefir hann
tekið öðrum þungum búsifjum æv-
mnar; hann hefir aldrei varpað yfir
S1g neinni sorgarskikkju; engu að
siður er hann viðkvæmur tilfinninga-
maður, sem borið hefir jafnan harm
S1un í hljóði; honum blæddi inn.
Árið 1890 kvæntist Magnús skáld
1 annað sinn, og gekk þá að eiga
Laurentíu Mikolínu Fellsted; hún
Var ættuð af Vestfjörðum; þau áttu
ástúðlega samleið í 22 ár; hún átti
Vlð langvarandi vanheilsu að stríða
°g lést árið 1912.
Mugnús skáld á þrjú börn á lífi,
ffú Guðfinnu De Haven, sem á heima
1 borginni Cincinnati í Ohio-ríkinu,
fru Jónínu Safford, sem býr með
f°Úur sínum og Hannes, sem fyrir
n°kkru er kominn heim úr herþjón-
Ustu; hann gegndi foringjastöðu í
^^ughernum og er búsettur í bænum
Sudbury í Ontario-fylkinu; eru börn-
in um alt hin mannvænlegustu og ást-
úðleg í garð föður síns. Auk áminstr-
ar dóttur af fyrra hjónabandi, misti
Magnús eftirgreind börn: Guðfinnu
á fyrsta ári, Ólaf 11 ára, Philip 21 árs
og Ólafíu 25 ára, vel gefin og ágæt
börn.
Magnús skáld var á yngri árum
nafntogaður hlaupagarpur, og vann
þrisvar sinnum fyrstu verðlaun, sem
greidd voru í álitlegum skildingum,
fyrir kapphlaup; öll kapphlaupin
voru þreytt í Winnipeg.
Magnús skáld hefir unnið að marg-
víslegum störfum um dagana; fyrstu
árin vestra vann hann við hvað, sem
til féll. Árið 1906 fór hann til íslands
sem umboðsmaður útflutninga fyrir
hönd Canada-stjórnar; næsta ár fékk
hann fasta atvinnu á innflutninga-
skrifstofu sambandsstjórnarinnar í
Winnipeg; stundum gaf hann sig við
fasteigna- og farandsölu, en síðustu
starfsárin var hann í þjónustu Win-
nipeg-borgar. Hann hefir jafnan þótt
ötull starfsmaður að hverju, sem
hann gekk.
Auk sinna tveggja ljóðabóka, Ljóö-
mæli, Wpg. 1904 og Hljómbrot, Wpg.
1924, á Magnús mikið ljóðasafn 1
handriti; hann hefir ort mikið á síð-
ari árum, og má sumt af því telja til
hans bestu kvæða; og víst er um það,
að á kvæðunum tveimur, sem grein-
korni þessu eru samferða, verður
engra ellimarka vart.