Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1945, Page 66
44
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA
Nokkur hluti af viðar-
forða pappírsmyllunn-
ar við Grand Falls.
(Stóru fossa).
ám — mörgum stórum og undra fögr-
um. Miklavatn (Grand Lake) er 56
mílna langt og tekur yfir 200 fermíl-
ur, enda stærsta stöðuvatn landsins.
Næst eru Rauðskinna-vatn (Red Ind-
ian Lake) 37 mílur, Gæsavatn (Gan-
der L.) 22 míl. og Hreinsvatn (Deer
L.) 15 mílna langt. Auk þess eru bók-
staflega þúsundir smærri vatna og
tjarna víðsvegar um alt landið, sem
enn hafa ekki hlotið nein nöfn. Úr
þessum geysilega vatnaklasa streyma
álíka margar ár og lækir. Sumar
vatnslitlar, stuttar og straumharðar,
hoppandi niður hlíðarnar, hjalla af
hjalla, í strengjum, flúðum og foss-
um, aðrar lygnari og hægstreymari,
eins og t. d. þær sem vatnadrög hafa
af mörg hundruð fermílna svæði.
Meðal þeirra má nefna Exploits, Gan-
der, Humber, Terra Nova, Gambo og
Grand Codroy ár, sem allar eru vatns-
miklar og skipgengar. f félagsskap
alþjóða önglaveiðara, sem alstaðar
eru sér úti um nýjar veiðistöðvar til
að reyna við kunnáttu sína, eru þessi
árnöfn fræg fyrir hinar ótrúlegustu
sögur af laxa og silunga drætti, sem
þeir hafa sagt yfir skálum í London
eða Liverpool, Chicago eða San Fran-
cisco, Winnipeg eða Wilmington, er
svo hafa verið lánsamir að hafa kast-
að færi og dregið silfurlitaðan hæng
eða stórlax úr þessum köldu, kristals-
tæru bergvatnsám. En þessar sömu
ár, stórar og smáar, eru nú óðum að
verða hagnýttar í mannfélags þarfir,
því auk þess, sem þær hafa verið
beislaðar til rafmagns framleiðslu
fyrir iðnað og heimanotkun, eru þær
einnig hafðar til að fleyta viðarbjálk-
um skóganna niður til hinna síhungr-
uðu pappírs- og sögunarmyllna.
Trjágróðurinn í dölunum og á und-
irlendinu, hin mörgu og dreifðu
stöðuvötn og vatnaföll um alt landið,
mosaþembur og berjurunnar uppi uffl
hrjósturlöndin, er alt bein orsök til
hins mikla og fjölbreytta fugla og
dýralífs. Skógarhreinninn (Wood-
land Caribou) rásaði fyrir eina tíð
um alt landið í óteljandi hjörðum-
En vegna ótakmarkaðs veiðiskapar,
var hann nærri upprættur. Skynsam-
leg friðun nú á seinni tíð hefir samt
bjargað þessu tignarlega dýri frá
eyðileggingu, svo nú reika nokkur
þúsund uppi um mosagróin, lyngvax-
in heiðalöndin. Moose-dýrið var þar
ekki landlægt; en fyrir nokkrum ár-