Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1945, Síða 67
nyfundnaland
45
Piskireitur, þar sem
þorskurinn er verk-
aður og þurkaður til
útflutnings. Cooks
Harbour, fyrir
norðurlandi.
um var það flutt inn frá Canada, og
hefir fjölgað svo ótt, að á síðastliðnu
ári var veiðimönnum í fyrsta sinn
leyft að skjóta það. Svartir og brúnir
hirnir, og öll hin helstu loðdýr, svo
sem Lynx, Bifrar, Otrar, Sefrottur,
Refar og Hérar eru af nægilegri
mergð, til þess að ala önn fyrir all-
stórum hóp gildruveiðara, og gefa af
ser margbreytilega grávöru.
Fjöldi söngvinna farfugla eru þar
á sumri hverju; og grúi af sundfugl-
um, svo sem andir, gæsir og alskyns
sjófuglar, eru þar ýmist árið um
kring eða búa þar sem glaðir sumar-
Sestir. Ernir, haukar, uglur og hinir
alstaðar nálægu hrafnar og krákur,
sömuleiðis lóur, spóar, orrar, og hin-
lr mest eftirsóttu fuglar, rjúpurnar,
eru þar af mikilli gnægð mönnum til
fróðleiks, gleði eða gagnsemda, alt
eftir því, er hverjum þóknast best.
^veröfugt við almenningsálitið er
loftslagið í Nýfundnalandi milt,
femprað og þægilegt, algerlega laust
Vlð þann ofsa hita eða kulda, sem svo
Vlða á sér stað inni í meginlandi þess-
arar álfu. Jafnvel hin svonefndu
Pokusvæði eru ekki þokugjarnari en
strandafylki Canada eða hin nyrðri
ríki á sjávarsíðu Bandaríkjanna. Hlý-
ir dagar og svalar nætur einkenna
sumar mánuðina. í júlí og ágúst get-
ur hitinn orðið 80 stig F. eða meira,
og stundum eftir heita sólskinsdaga
og rigningarleysi, er jörðin svo
skraufþur, að hætta getur staðið af
skógareldum. Mild veðrátta helst
fram í október eða jafnvel nóvember,
og harðir vetrar eru óþektir, nema þá
helst á norðurskaganum. í St. John’s,
höfuðborginni, verður frostið sjaldan
meira en 32 gráður (zero) F. og all-
ar hafnir á suðurströndinni eru ó-
lagðar árið í kring. Snjór liggur á
jörð frá jólum til apríl loka, og að
undanteknum einstöku manndráps
byljum og hvassviðrum eru snjóalög-
in aldrei til stórra óþæginda. Vorið
er að ýmsu leyti leiðinlegasti tími
ársins þar, því það er kalt, rigninga-
samt og þokubundið, einkum þó með
ströndum fram; helst það vanalega
frá apríl lokum og fram yfir miðjan
júní mánuð. Þessi langvinni rosatími
orsakast af hinum köldu hafstraum-
um, einkum Vestur Grænlands
straumnum, sem flytur með sér fjall-