Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1945, Qupperneq 72
50
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISPÉLAGS ÍSLENDINGA
Greinarhöf. á lítilli klöpp. Straumhörð á
fellur á flúðum og í fossum bak
við og á báða vegu.
er nægilegur til rafmagns framleið-
slu, en er mestur í þeim hlutum lands-
ins sem torsóttast er að ná til. Málm
rannsóknir og málmnám eru óðum að
aukast, og járnrauði, eir og zink, flú-
orite og kalksteinn eru nú numin úr
jörð í allstórum stíl í fjórum námum.
Nokkur fleiri námafyrirtæki liggja
nú í láginni og eru nægileg verkefni
til margra ára. Aðal atvinnuvegir
landsins er pappírs iðnaðurinn og
fiskiveiðarnar. Hið fyrnefnda hefir
lánast ágætlega á seinni árum, en því
miður hefir fiskiverkun og önnur
meðferð fiskafurða ekki tekið þeim
framförum, sem nauðsynleg er, til að
keppa við önnur lönd. Ýmiskonar ólag
á fjárhag landsins stafar því beinlín-
is frá kæruleysi stjórnarinnar eigi
síður en fiskimannanna sjálfra í því,
að koma þessum iðnaði í það horf,
sem aðrar þjóðir gera kröfur til.
Nýfundnalandi var ýmist stjórnað
samkvæmt einkaleyfi eða þá af
“Fiskikóngum” fram að árinu 1833,
þegar breska þingið veitti því tak-
markaða heimastjórn, sem var á þann
veg, að þing var sett, er landsbúar
máttu kjósa fulltrúa á, með landstjóra
yfir, útnefndum af konungsvaldinu.
Landið fékk fulla sjálfstjórn eftir
fyrra heimsstríðið og var á sama tíma
boðið að ganga í fylkjasamband við
Canada, en hafnaði því; hélst þetta
stjórnarfyrirkomulag fram að árinu
1934. Þá var landið sokkið í svo ó-
botnandi skuldir, að það varð að gef-
ast upp og gerast bresk nýlenda á
nýjan leik. Síðan hefir því verið
stjórnað af nefnd manna undir ný-
lendustjórn Breta. Þjóðin var fráleitt
ánægð yfir þessum úrslitum; en
verstu örðugleikarnir hafa verið yfir-
stignir, svo nú stendur til, að hún fái
aftur í sínar hendur þá stjórn er
henni að réttu lagi bar. Stjórnar-
nefndinni hefir auðnast, að koma aft-
ur fótunum undir þjóðina fjárhags-
lega, mannfélagslega og efnahags-
lega, svo vonandi er, að þetta land,
sem er svo auðugt af öllum náttúru-
fríðindum öðlist æ meiri og meiri
hamingju og velmegun í framtíðinni-
Athugasemd ritstj. — Höfundur bessarar greinar hefir unnið aS jarSfræSi-
rannsóknum fyrir stjórn Nýfundnalands um nokkur undanfarin ár, í
sumarleyfi sinu, og þekkir þvf landiS og fólkiS af eigin reynslu. —
Myndirnar hefir hann tekiS sjálfur.