Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1945, Page 74
52
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA
tækum vinsældum hann á að fagna af
hálfu þjóðar sinnar, enda mun óhætt
mega segja, að hann hafi, frá því að
hann gaf út fyrstu ljóðabók sína fyr-
ir rúmum aldarfjórðungi, verið ást-
sælasta skáld hennar. Jafnhliða má
ugglaust fullyrða það, að hann á ó-
venjulega mikil ítök, meiri en nokk-
urt annað ljóðskáld hinnar yngri eða
miðaldra kynslóðar, í hugum landa
sinna vestan hafs, og munu því marg-
ir þeirra hafa hugsað hlýtt og þakk-
látlega til hans í tilefni af 50 ára af-
mælinu, þegar þeim varð kunnugt
um það. Hin ljóðrænu, þjóðlegu og
hugsana-auðugu kvæði hans hafa
fundið næman hljómgrunn í brjóst-
um landa hans hérlendis, eigi síður en
heima á ættjörðinni. Þar hefir þeim
ómað “fslands lag” fagurlega í eyr-
um, í mörgum tóntegundum og
hljómbrigðum, samhliða hreimmikl-
um og spámannlegum vakningarorð-
um, klæddum í búning snildarlegs og
oft stórbrotins skáldskapar.
Eigi verður hér rakinn æviferill
Davíðs Stefánssonar, heldur aðeins
leitast við að lýsa í stuttu máli meg-
indráttum í fjölþættri bókmenta-
starfsemi hans og lífsskoðun hans
eins og hún lýsir sér þar, sérstaklega
í kvæðum hans.
I.
Eins og öðrum ljóðhneigðum ung-
um mönnum, er voru um eða innan
við tvítugsaldur heima á íslandi, þeg-
ar fyrstu kvæði Davíðs Stefánssonar
birtust í tímaritinu Iðunni (1916), er
mér enn í fersku minni, hversu sterk-
um tökum þau gripu mig, og fór mér
þar sem öðrum jafnöldrum mínum
eða þeim, er þá voru á líkum aldri
(sambr. greinar þeirra H. K. Laxness
og G. G. Hagalín). Það voru ekki
neinir falskir tónar, sem hljómuðu
frá hörpu hins nýja skálds í þessu
fyrsta kvæði hans, “Mamma ætlar að
sofna”, í Iðunni:
Sestu hérna hjá mér,
systir mín góð.
1 kvöld skulum við vera
kyrrlát og hljóð.
1 kvöld skulum við vera
kyrrlát af því,
að mamma ætlar að reyna að sofna
rökkrinu í.
Mamma ætlar að sofna.
Mamma er svo þreytt.
— Og sumir eiga sorgir,
sem svefninn getur eytt.
Sumir eiga sorgir,
og sumir eiga þrá,
sem aðeins i draumheimum
uppfyllast má.
i kvöld skulum við vera
kyrrlát og hljóð.
Mamma ætlar að sofna,
systir mín góð.
Og þetta kvæði hans, og önnur því
lík, sem birtust í Iðunni og í fyrstvi
kvæðabók hans, Svörtum íjöðrutn
(1919), heilluðu eigi aðeins hugi ör-
geðja og hrifnæmra æskumanna og
kvenna, sem venjulega eiga öðruih
opnari hlustir fyrir slíkum rödduiu-
heldur náðu þessi kvæði jafn greið'
lega eyrum og athygli eldri kynslóð'
arinnar, fundu bergmál í sál hennar-
Hér var að vísu slegið á nýjan streng
í íslenskri ljóðagerð, en því töluðn
þessi ljóð svo eftirminnilega til íg'
lenskra hjartna, að þau voru í rauh'
inni sprottin undan hjartarótuH1
þjóðarinnar sjálfrar, áttu um anda-