Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1945, Síða 75
DAVÍÐ STEFÁNSSON SKÁLD
53
blæ og málfar, rætur sínar að rekja
tll íslenskra þjóðkvæða, og efni
þeirra eigi ósjaldan þjóðsagnalegs
eðlis. En jafnframt var þar um ný-
sköpun að ræða frá skáldsins hendi,
þ° að hann stæði á gömlum merg
bæði um efnisval og meðferð þess, og
þessvegna gerðist hann með fyrstu
Ijóðum sínum brautryðjandi í ís-
ienskum nútíðar-skáldskap og gætir
ahrifa frá honum í verkum margra
binna yngri ljóðskálda.
^jóðlegu hliðinni á skáldskap Da-
Vlðs og áhrifum þeim, sem hann varð
^yrir í þá átt frá frændum sínum og í
heimahúsum, er ágætlega lýst í eftir-
^arandi málsgreinum úr afmælisræðu
^igurðar skólameistara, er fyr getur,
°g ræðir hann einnig um þá hluti af
miklum kunnugleika:
^asr eru auðfundnar, sumar ræt-
Urnar, sem vinsældir Davíðs Stefáns-
s°nar spretta upp af. Þær eru líka
eitt megin-einkenni ljóða hans og
eira þess, er eftir hann liggur.
ann knýr þjóðlega strengi, sem áð-
r r er vikið að, og öld fram af öld hafa
fróað feðrum
fori
ko:
vorum og mæðrum,
num frændum vorum og frænd-
num. í>á er menn lesa fyrstu kvæði
ans’ finst þeim, að æskuheimili
sins hljóti að hafa verið fult af
sem sa’
skáid:
^Örgomium ljúflingsmálum,
^arnsins og unglingsins hefir numið,
g*^St n °g þroskast á, algerlega á sér-
u a a °S sjálfstæða vísu. Vér minn-
þ^'fi' ^eSS’ safnandi og frelsandi
jg° Sa6na vorra, Jón Árnason, var
Dngommubróðir skáldsins, Ólafur
iyjg^SSon móðurbróðir hans, sá, er
0rg f fas kvað um þessi fögru vísu-
“Sál vors lands var sálin hans.
Þeirrar sálar sumardraumar
sungu mjúkt sem bláir straumar
ljóð vors lands”.
Ef til vill verða sum fregurstu
kvæði Davíðs Stefánssonar ekki bet-
ur auðkend en í þessum hugðnæmu
bragyrðum. Móðir skáldsins, héraðs-
kunn gáfukona, gerðarkona og höfð-
ingskona, hefir geymt í minni sér
ævintýr, þjóðsögur, þulur og viðlög.
Hinn blíði blær viðlaga, vikivaka,
dansa og þulna leikur enn og hefir
jafnan mjög leikið um mörg ljóð
skálds vors. Frændur hans söfnuðu
og skrásettu, skáldið blés nýjum lífs-
anda, nýju sálrænu inntaki, nýjum
varma í hin kynlegu fræði og hinar
gömlu glæður, í dauða hjátrú og
hindurvitni feðra vorra. Með fram
þaðan er sprottið hið mikla ástfóstur,
sem alþýða lands vors tók, sér til
sæmdar og göfugrar nautnar, við
fyrstu prentun kvæða hans. “Enn á
streng vors hjarta hinn forni slag-
ur”, kvað Einar Benediktsson.”
Réttilega hefir einnig verið á það
bent af fleirum en einum, sem um
kvæði Davíðs Stefánssonar hafa rit-
að, að hann hafi haldið áfram verki
Jónasar Hallgrímssonar og annara
fyrirrennara sinna í þá átt, að leysa
íslenska ljóðagerð úr álögum dýrra
og einstrengingslegra bragarhátta og
skrúfaðs máls, og velja henni í þess
stað búning létts forms og látlauss
og eðlilegs máls, enda þó hann geti
sjálfur leikið sér að dýrum háttum,
þegar honum býður svo við að horfa.
Jafnframt hefir hann sýnt það með
ótal dæmum, hversu fjöl-strengjuð
harpa íslenskt mál er, bæði að krafti
og hrynjandi, í höndum andríks og