Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1945, Page 78
56
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAjGS ÍSLENDINGA
haust”, sem ber því vitni, að eldur
tilfinninganna og útþráin ólga skáld-
inu enn í brjósti, þó að jafnvægi hug-
arins sé nú tíðum meira en áður var.
Hér eru einnig svifhröð og litauðug
kvæði úr Rómferð hans eins og
“Messalína” og “Eyðimörk” (Föru-
mannaflokkar þeysa), samhliða raun-
sönnum lýsingum á þeirri eymd, sem
honum bar fyrir augu á suðurgöng-
unni, mitt í heillandi fegurð hins
söguríka umhverfis. Þá eru hér and-
rík og tilkomumikil söguleg kvæði
eins og “Jóhannes skírari”, “Guð-
mundur góði” og “Helga jarlsdótt-
ir”. Reginmælska og hugmyndaflug
er þeim öllum sameiginlegt, en ann-
ars hvert þeirra sér um blæ og brag-
arhátt, er fellur vel að efni hvers um
sig. Hér er og að finna hinn hjarta-
heita og gullfagra sálm “Á föstudag-
inn langa”, er síðar mun vitnað til,
kvæði í þjóðvísna-anda eins og “Nú
sigla svörtu skipin”, smellnar ádeilur
og gamankvæði, er einnig mun síðar
vikið að í greinargerð þessari. Auð-
sætt er því, að hér er mikil marg-
breytni í ljóðum, eigi aðeins í yrkis-
efnum, heldur einnig í bragarháttum.
og lýsir snild skáldsins sér eigi síst í
því, hversu ágætlega honum tekst
löngum að sameina ljóðbúninginn
efni og blæ kvæðanna.
Ný kvæöi (1929) bera fagurt vitni
vaxandi andlegum þroska skáldsins,
öruggu valdi á hinu listrænasta
formi, ríkri hugsjónaást og dýpri og
víðfeðmari samúð, enda er hér áreið-
anlega um að ræða einhverja allra
bestu kvæðabók hans. Er þar sem
áður slegið á marga og fjarskylda
strengi gleði og sorgar, gletni og
beiskrar ádeilu. Hér eru hvert sögu-
kvæðið öðru mikilúðlegra: “Hall-
freður Vandræðaskáld”, “Hrærekur
konungur í Kálfskinni”, “Meðan
Rómaborg brann”. Önnur þeirra eru
í mildari tóntegund, eins og “Brot úr
lofkvæði Laurentíusar Hólabisk-
ups”, fleiri ástarkvæðin, og “Nú sef-
ur jörðin”, þar sem næm túlkun
skáldsins á fegurð náttúrunnar og
einlæg trúarkend hans renna í einn
farveg. Af ádeilunum má sérstaklega
nefna kvæðin “Andvarp” og “Þegar
Jesús frá Nazaret reið inn í Jerúsal-
em”, og þá ekki síður hið einkar fagra
kvæði “Á vegamótum”, þrungið
spekimálum, eins og þessi erindi sýna
ljóslega:
Sé eg veg og vörður
vísa upp á móti.
Styrk þarf til að standa,
stikla á eggjagrjóti.
Uppi í bláu bergi
blikar óskalindin.
Blessun bíður þeirra,
sem brjótast upp á tindinn.
Þar á andinn óðul,
aflið þrá til dygða.
Þaðan vísar viskan
veg til allra bygða.
Þar er vorblá veröld
vafin sólaröldum.
Sannleikurinn sjálfur
situr þar að völdum.
Kjark þarf til að klifra
og kynnast háu bergi.
Betra er hug að hafa
og hrapa — en fara hvergi.
Verst af öllu illu
er að vera blauður,
leita ei neins og látast
lifa — en vera dauður.
í þessu efnismikla safni skáldsins
er einnig hið snildarlega og hugurn-
kæra kvæði hans “Konan, sem kynd-
ir ofninn minn”, að verðugu á vörurn