Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1945, Síða 100

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1945, Síða 100
Eftir séra Valdimar J. Eylands Seint í ágústmánuði 1944 barst Gretti Jóhannsson, ræðismanni í Winnipeg símskeyti frá dr. Helga P. Briem, aðalræðismanni fslands í New York, þess efnis að honum sjálfum, ásamt Einari P. Johnson, ritstjóra Lögbergs; Stefáni Einarsson, rit- stjóra Heimskringlu; Hannesi Pét- urson, fasteignasala, og mér, væri boðið af ríkisstjórn íslands til fund- ar við herra Svein Björnsson, forseta íslands, sem þá var væntanlegur til New York, eftir að hafa setið gesta- boð hjá Roosevelt, hinum mikla þjóð- höfðingja Bandaríkjanna, og heims málaleiðtoga í Hvíta húsinu í Wash- ington. Þetta var okkur öllum óvænt frétt, en vitanlega hið mesta gleði- efni og sæmd. En þar sem eg er maður sem á marga húsbændur, gat eg fyrir mitt leyti ekki tekið boðinu strax. Fyrst þurfti eg að ráðfæra mig við safnaðarnefnd mína í Fyrsta lúterska söfnuði, og ráðstafa messu- gjörðum og öðrum verkum sem til kynnu að falla í söfnuðinum í fjar- veru minni, og auðvitað þurfti eg að fá samþykki konunnar minnar til að hleypa mér í slíkan soll sem talið er að finna megi í hinni miklu heims- borg. En hvorutveggja leyfið var auðfengið; safnaðarnefnd mín gaf fúslega samþykki sitt, og konan áleit að mér myndi óhætt og var ferðar- innar fýsandi. Er ferðin hafði verið ákveðin var fyrsta viðfangsefnið að fá ferðaleyfi, peninga til ferðarinnar, og svo far- skjóta. Gekk alt vel með peningana og leyfið. En um farkostinn var nokkur efi um stund. Eftir nokkra viðleitni tókst þó að fá þrjú sæti í Trans-Canada flugvél, á miðviku- dagsmorguninn 23. ágúst. Slóum við þrír félagar, Hannes, Grettir og eg því þá föstu, að taka þetta tækifæri og bjuggumst við til ferðar. Ritstjór- arnir, sem þá voru eins og venjulega bundnir að koma út blöðum sínum, lögðu af stað nokkru síðar, og ferð- uðust með járnbrautarlest. Við þremenningarnir lögðum af stað í indælu veðri klukkan hálf þrjú um morguninn. Eg hafði aldrei flog' ið. Skal eg ekki neita, að þótt eg sé kominn af unglingsárunum, var eg talsvert spentur síðustu klukkutím' ana sem eg sat heima og beið eftif bílnum, sem átti að taka mig út a flugvöllinn. Það var ekki til að hugsa um svefn, svo eg fór að reyna að semja ræðu. En það reyndist líka ógerningur, svo eg sat og beið. En svo kom bíllinn von bráðar og í hoo- um voru ferðafélagar mínir. Biðin á flugvellinum var örstutt, og eftir að búið var að vigta farangur okkar, fórum við upp í flugskipið, sem brátt var fullsetið. Þegar allir voru komn- ir inn, kom einhver með lykil, °S læsti hurðinni utan frá. Þetta fanst mér einkennilegt en skildi síðar, að þetta er nauðsynleg varúðarregl3, Einhverjum kynni að detta í hug á fluginu, að fara út á hlað til að fá sér frískt loft, og myndi þá finnast þa^
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184
Síða 185
Síða 186
Síða 187
Síða 188
Síða 189
Síða 190
Síða 191
Síða 192
Síða 193
Síða 194
Síða 195
Síða 196
Síða 197
Síða 198
Síða 199
Síða 200

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.