Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1945, Page 102
80
TIMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA
mintu á kastala og hamraborgir. Eft-
ir langan sprett ofar skýjunum,
steypti skipið sér ofan í gegn um
þessa hvítu móðu, og þá blasti við
yndislegt land fyrir neðan. C. N. R.
járnbrautin sem við höfðum fylgt alla
leiðina, lá nú eins og örmjór tvöfald-
ur silfurþráður fyrir neðan okkur.
Bændabýli og akrar blöstu við. Alt
virtist þetta undursamlega smávaxið
í f jarlægðinni; skógurinn eins og ör-
litlar grænar nálar; akrarnir eins og
reitir á taflborði, og húsin eins og
brúðuhús sem börn raða á palli.
Klukkan rúmlega sex um morgun-
inn lentum við í Porques, Ontario.
Morgungolan var svöl og hressandi
að koma út. Voru nú gasgeymar vél-
arinnar fyltir, og aftur haldið af stað
eftir tíu mínútna viðstöðu. Klukkan
hálf tíu um morguninn flugum við
yfir Lake Simcoe í Ontario; var flug-
hæðin þá 7,500 fet, en hraðinn 200
mílur á klukkustund. Var þá eftir
um 35 mínútna flug til Toronto, en
þar lentum við kl. tæplega níu eftir
Winnipeg tíma. Var þar skift ufl1
flugvél, og svo haldið af stað til Ne^'
York. Er sú vegalengd 365 mílur, og
tók sú ferð okkur tæpa tvo tíma.
Áður en varði vorum við komnir
yfir útjaðra New York-borgar. Gekk
mér í fyrstu hálf illa að átta mig a
því, að við værum komnir alla le^'
En það var ekki um að villast. LandS'
lagið sagði til sín. Þarna lá Long
Island til vinstri og teygði sig eio5
og stórhveli sem snýr hausnum a^
landi; beint fyrir neðan okkur e‘
Manhattan eyjan, nokkurnveginn 1
laginu eins og totumjór íleppur, me^
Hudson ána annars vegar. Skýj3
kljúfarnir rísa upp á móti okkur’
var nú flogið svo lágt að manni fanSÍ
maður geta tekið í trjónurnar á þeir!l
og teymt þá með sér. Hér varð eg vaf
við það í fyrsta sinn að flugvélin tók
að hoppa og skoppa, og hendast
eins og bifreið sem hratt er keyrð ‘
ósléttum vegi. Loftstraumarnir vorlJ
þarna augsýnilega sterkir þar sen’
úthafsgolan mætir hitastraumnum at