Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1945, Page 104

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1945, Page 104
82 TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA hinumegin við litla grasflöt sem að- skilur húsin. Hús þetta hefir að geyma mjög verðmætt safn fágætra bóka og handrita. Þar er Gutenberg biblía, prentuð árið 1456, og fyrsta eintak af Gamla Testamentinu á hebresku, prentað 1488. Þar eru einn- ig skræður og leirtöflur frá Babylon og Egyptalandi, ljósmynduð handrit frá miðöldunum og safn af hinum frægu málverkum Rembrandts, hins mikla snillings. Hingað safnast náms- fólk frá öllum löndum heims til rann- sókna og náms. En við Winnipeg menn erum aðeins dægurflugur hér; tíminn er naumur og margt að sjá. Við kveðjum leiðsögumanninn og förum heim í okkar eigin höll, Savoy Plaza. Um kvöldið skeði það, sem í Win- nipeg og víðar í bygðum fslendinga hefði þótt einkennilegt fyrirbrigði. Hannes Péturson sem þá var forseti Sambandskirkjufélagsins bauð mér, presti Fyrsta lúterska safnaðar í Winnipeg, á bíó, og eg þáði boðið með þökkum! Þar sem enginn þekk- ir mann, þar er gott að vera! Leik- húsið var ekki nein smákompa; mér var sagt að þetta væri stærsta leikhús veraldarinnar. Ekkert skal eg samt fullyrða um það, hefi enga þekkingu á þeim hlutum til að gera þar saman- burð, en hitt er víst að þetta leikhús — Roxy Theatre heitir það, er geysi- stórt, tekur 6.900 manns í sæti. Urð- um við að klifra upp fjölda stiga, áður en við komum upp á hæð, þar sem við loksins gátum fundið sæti. Virtist þá leiktjaldið vera hér um bil beint fyrir neðan okkur. í fyrstu fanst okkur þetta óþægilegt, en við vöndumst því skjótt, gleymdum því reyndar nærri samstundis, því mynd- in sem við sáum var svo falleg og fróðleg. Þetta var ævisaga Wilson’s fyrrum Bandaríkjaforseta, í fullum litum. Hafði hún nú verið sýnd á fjórðu viku frá kl. 9 á morgnana til kl. 12 á kvöldin, en samt var nærri ómögulegt að fá sæti. Það er augljóst af ýmsum ummerkjum nú, að þótt Wilson væri misskilinn á sinni tíð, og þjóðabandalags hugsjón hans hafnað af þingi Bandaríkjanna, þá sjá menn nú ævi hans og viðleitni í nýju ljósi, og finna í hugsjón hans hina einu mögulegu leið til að skapa frið á jörðu. Þá jók það ekki lítið á ánægju okkar að sjá í fréttaþætti sýningar- innar myndir frá lýðveldisstofnun- inni á fslandi. Þar sáum við tvo helstu menn þjóðarinnar þar sem þeir gengu á Þingvelli hlið við hlið, for- seta íslands, þá nýkjörinn til þess embættis, herra Svein Björnsson, og biskup íslands, herra Sigurgeir Sig' urðsson, í fullum embættisskrúða- Við vorum stoltir af þessum höfðing- legu mönnum, og tókum óspart þátt í lófaklappinu, sem þeim var fagnað með. Biskupinn þektum við báðir persónulega frá því er hann sótti okkur heim hér í Winnipeg, á tutt- ugu og fimm ára afmæli Þjóðræknis- félagsins. Forsetanum áttum við eft- ir að kynnast næstu daga, til þess vorum við einmitt hingað komnir. Næstu dögum vörðum við til heim' sókna hjá vinum og ættingjum, og tif að sjá merka sögustaði og söfn. Hver okkar valdi þá staði sem stóðu hug^ hans næst. Frænka konu minnar. Mrs. Laurel Thompson, sem heima á i Rockville Centre, og maður hennar Norman, sýndu mér þá miklu vin-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.