Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1945, Síða 116
94
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA
ar. Hún dó seinna um veturinn síð-
asta árið, sem hann var í skóla. Hanu
mundi orð hennar, þegar hann kom
heim til að vera við jarðarförina, en
síðustu orðum hennar hafði hann nú í
raun og veru gleymt. Minningin um
foreldra hans tilheyrði fortíðinni,
þau voru bæði fyrir löngu dáin og
hann hafði sagt skilið við alt sitt
fyrra líf og minningar æskuáranna.
“Er þetta ekki Arngrímur Gunn-
arsson, sem stendur þarna yfir frá7’’
heyrði hann sagt með háværu hvísli
Hjartað í honum tók viðbragð. Það
var langt síðan að hann hafði heyrt
nafnið sitt. Hann gaut augunum út-
undan sér og sá að við dyrnar, skamt
frá honum, stóðu tvær konur, sem
hann var gamalkunnugur. Þarna voru
þær gamla kærastan hans, Alla Bergs-
son og móðir hennar. Gamla konan
horfði á hann, en nú lei.t Alla við og
horfði á hann andartak. Augnaráð
hennar var rólegt, rannsakandi og
vorkunlátt. Hann var viss um að hún
þekti hann en í stað þess að koma og
heilsa honum tók hún í handlegginn
á móður sinni og sagði lágt: “Við
skulum ekki vekja á okkur eftirtekt
með því, að tala um og horfa á ókunn-
ugt fólk. Þetta er alt annar maður,
eldri og ólíkur Arngrími. Sjálfsagt
af norænu kyni, en óskyldu fólki
svipar stundum saman, sem er af
sama stofni.”
“Eg verð líklega að trúa læknis-
augum þínum, en------” Fleira heyrði
Arnold ekki, því Alla leiddi gömlu
konuna með sér inn í næsta sal.
Arnold fann að hann sótroðnaði,
svitinn spratt út á enninu á honum
og hann skalf á beinunum. Jæja, hún
hafði staðið við það að læra til lækn-
is. Hún hafði séð hann og ekki viljað
kannast við hann. Augun í henni,
læknisaugun höfðu afhjúpað hann.
Hún meinti það, að hann væri ekki
sami maðurinn. — Auðvitað var hann
ekki sami maður nú. Hvað hafði hún
séð? Fingraför óreglunnar, hann var
orðinn hvapholda og litarhátturinn
breyttur. En hvað um það? Ef til
vill voru það fötin hans, snjáð og
velkt, sem hún hafði flúið. Hún var
vel klædd sjálf og gikksháttur í smá-
bæja gikkjum er óviðjafnanlegur.
Hún var sjálfsagt læknir í einhverj-
um smábæ og embættistignirt hvíldi
þungt á henni, — þóttist kannske yfir
aðra hafin. En Alla hafði ekki verið
gikkur, því hún hafði haldið í hönd
með ótal smælingjum og tekið svari
þeirra. Kannske hún hafi meint hvert
orð, sem hún sagði, augnaráðið var
ókurtnuglegt, það var hans eigin í'
myndun, sem var að verki. Hún hafði
ekki haft neina hugmynd um, hver
hann var. Snöggvast flaug honum 1
hug, að fara á eftir þeim mæðgunum
og heilsa þeim, — nei, það gat hann
e.kki, hann hafði sagt skilið við alla
sína fortíð, ætt og uppruna. Hann
hafði brent allar brýr að baki sér og
auk þess langaði hann ekki til þess-
að standa aftur eins og fyrir retti
undir rannsakandi augnaráði Öllú
Bergsson; og vorkunsemi frá henni
kærði hann sig ekki heldur um. J^’
hún vissi vel hver hann var; andrúmS'
loftið umhverfis þau hafði á einu
augnabliki verið þrungið af þeiflU
vitund, að þarna mættust þau eftir oH
þessi ár. Sú vitund var sterkari en
orð. En Alla vildi ekki kannast við
hann. Hann ætlaði líka að sýua
henni að hún væri honum með öHu