Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1945, Side 118
96
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA
vatninu og þar sat hann nú einn sér
og fylgdi með augunum ungu hjón-
unum, sem voru að dansa. Þarna var
nægilegt dansrúm fyrir fjölda manns,
en alt í kring í salnum voru matar-
borðin og fólkið sat við þau, borðaði
og ræddi saman hljóðlega. Hljóð-
færasveitin var þolanleg og gamla
manninum leið vel. Yfir salinn flögr-
uðu regnbogalitir ljósgeislar, sem
brugðu töfrablæ á dansfólkið, er all-
flest bar á sér yndissvip æskunnar.
En brátt varð gamla manninum litið
út um gluggann og hann gleymdi sér
við það, að horfa á kvikuna í vatninu
og hin draumkendu blæbrigði hverf-
andi dagsbirtu, sem blandaðist sterk-
um rafljósum. Sunnan við sandrifið
sem lá út í vatnið nokkru norðar en
gistihúsið, sá hann fólk vera að baða
sig, þrátt fyrir það að öldurnar,
glettnar í bragði, létu gusurnar ganga
upp að landsteinum.
Alt í einu kom Birgir gamli auga
á mann, sem kom gangandi suður
fjöruna. Honum sóttist ferðin seint
og þegar hann kom nær, sá gamli
maðurinn að þetta hlaut að vera ölv-
aður maður. Hann staulaðist áfram,
riðaði á fótunum og tók annað veifið
hálfgjörð bakföll.
Af og til stansaði hann eins og ti'J
að átta sig eða safna kröftum til að
halda áfram. Á hverju augnabliki átti
Birgir von á því að sjá hann missa
jafnvægið og detta ofan í sandinn, en
það slapp til, hægt og sígandi færð-
ist hann nær og gamli maðurinn ætl-
aði ekki að trúa sínum eigin augum
þegar hann sá, að Arnold var þarna á
ferð. Birgir gamli spratt upp úr sæti
sínu, ósköp var að sjá drenginn svona
til reika, og hann var á leiðinni
beint upp í fangið á lögreglunni-
Hann afsakaði það í skyndi við ungU
hjónin, að hann yrði að yfirgefa þau
um stund, en kvaðst koma bráðlega
aftur. Hann varð að ná í Arnold og
láta keyra hann heim og koma honum
í rúmið hvað sem tautaði.
Næsta morgun sat Birgir Norman
inni í biðsalnum í einu af bestu
sjúkrahúsum borgarinnar. Hann var
að bíða eftir lækninum, sem hana
hafði sótt í gærkvöldi eftir að Arnold
var fluttur á sjúkrahúsið. Læknirinn
og hann voru gamlir vinir og höfðn
mælt sér mót þarna að afloknum
morgunstörfum læknisins í samband1
við sjúklinga hans á spítalanum-
Birgi gamla var farið að verða órótt.
því það var komið nokkuð fram yfir
tiltekinn tíma. En nú kom læknirin^
inn. Þeir heilsuðust og Birgir spurð1
um Arnold.
Læknirinn svaraði: “Maðurinn eí
fárveikur og auk þess hálf eyðilagd'
ur af óreglu. Eg er að bíða eft'r
x-geislaplötu, sem var tekin í morg'
un; eftir að eg hefi séð hana, get e^
sagt þér nánar um ástand hans. Þetta
er ekkert auðveldur sjúklingur, sea1
þú afhentir mér í gærkvöldi.”
“Eg veit það, og þessvegna leitað1
eg til þín; ef nokkur læknir getur
bjargað sál og líkama þessa gáf3^3
og vegavilta drengs, þá ert það
Þér treysti eg öllum fremur.”
“Er þessi maður að einhverju
þér áhangandi?” spurði læknirinn-
“Ekki beinlínis, en hann er vinl*g
minn og samlandi, að eg hygg- ^a,
er svipað með vináttuna og ásti113’
það er ekki ævinlega auðvelt að ge
sér grein fyrir því, hversvegna ma
verður hlýtt til eins, frekar en