Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1945, Side 126
104
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA
það þarfa verk að safna á þeim slóðum
efni til Sögu íslendinga í Vesturheimi.
En þrátt fyrir það þó óhætt muni
mega segja, að deildirnar hafi yfirleitt
haldið furðu vel í horfinu á árinu, þegar
litið er á núverandi aðstæður, ber fé-
laginu að hlynna sem mest og best að
starfi þeirra á komandi ári og árum,
bæði með heimsóknum stjórnarnefnd-
armanna eða annara þar til kjörinna
fulltrúa, og með hverjum öðrum hætti,
sem fram'haldsstarfi deildanna má helst
að gagni koma. Markviss og sem víð-
tækust útbreiðslustarfsemi er og verður
lífæð félagsins.
Frœðslumál
Maklegt er, að þar verði að þessu sinni
efst á blaði fræðslustarfsemi sú í ís-
lenskri tungu, sögu íslands og bókment-
um, sem “Icelandic Canadian Club” hóf
hér í Winnipeg á síðastliðnu hausti, i
samráði og samvinnu við Þjóðræknisfé-
lagið, því að þar er bæði um tímabært og
mikilvægt nýmæli að ræða, sem vel
hefir gefist og hlotið verðugar undir-
tektir almennings. Formaður nefndar
þeirrar, sem stendur að fræðslustarfsemi
þessari, og forstöðukona námsskeiðsins,
er frú Hólmfríður Danielson, forseti “Ice-
landic Canadian Club”, en auk hennar
eru þessir í nefndinni: séra Halldór E.
Johnson og W. S. Jónasson, fyrir hönd
“Icelandic Canadian Club”, og frú Ingi-
björg Jónsson og Vilborg Eyjólfsson
kenslukona, af hálfu Þjóðræknisfélags-
ins. Ýmsir, bæði menn og konur, hafa
góðfúslega stutt fræðslustarfsemi þessa
með fyrirlestrahöldum um íslensk efni,
en íslenskukensluna annast þær frú
Hólmfríður og Salome Halldórsson ken-
slukona. Hefir hér verið stigið þarft og
sérstaklega þakkarvert spor í þjóðrækn-
isstarfsemi vorri.
Þá hefir Þjóðræknisfélagið eins og að
undanförnu haldið uppi kenslu í ís-
lensku fyrir börn á Laugardagsskóla
sinum, og notið þar sem fyrri hinna
ágætustu kenslukrafta. Er frú Ingibjörg
Jónsson skólastjórinn, en meðkennarar
hafa verið frú Gyða Einarsson, Vilborg
Eyjólfsson kenslukona, frú Fred Bjarna-
son og ungfrú Vordís Friðfinnsson. Hefii'
aðsókn verið sæmileg, eða svipuð og í
fyrra, en ætti þó alls vegna að vera
stórum betri, þar sem hér er um að ræða
einstætt tækifæri til íslenskunáms og
fræðslan ókeypis í tilbót. Ásmundur P-
Jóhannsson, féhirðir félgsins, ihefir, eins
og undanfarin ár, látið sér hag skólans
miklu skifta. Stendur félagið, og allir-
sem þessum málum unna, í mikilli
þakkarskuld við kennarana fyrir fórn-
fúst nytjastarf þeirra i þágu vestur-ís-
lenskra menningarmála, og gildir hið
sama um aðra, sem hlynt hafa að þessu
þarfa skólahaldi.
Milliþinganefnd í fræðslumálum hef-
ir einnig verið starfandi á árinu, og skipa
hana hinir sömu og áður undir forystu
frú Ingibjargar Jónsson. Hefir nefndiu
meðal annars haft það hlutverk með
höndum að útvega nýjan forða kenslu-
bóka í íslensku heiman um haf, og hefir
orðið vel ágengt í því efni, með góðri
aðstoð Þjóðræknisfélagsins á Islandi.
Ýmsar af deildum félagsins, svo seiu
deildin í Riverton, undir handleiðslu
Sveins Thorvaldson, M.B.E., vara-féhirðis
félagsins, og deildin að Gimli, en foresti
hennar er Dr. Kjartan Johnson, hafa
starfrækt íslenskuskóla við ágæta að-
sókn, svo að til fyrirmyndar má telja.
Á síðastliðnu þjóðræknisþingi var
samþykt fjárveiting til stuðnings ís-
lenskukenslu af hálfu deilda félagsins-
Tel eg það bæði nauðsynlegt og ágæta
framsýni, því að félagið verður að
leggja sérstaka rækt við þá hlið þjóð-
ræknisstarfseminnar og styðja hana af
fremsta megni. Verður aldrei of mik^
áhersla á það lögð að efla og auka ís'
lenskufræðslu félagsins.
Samvinnumál við fsland
Þau mál hafa á starfsárinu verið sögu-
ríkari og margþættari en nokkru sinni
áður, og er það fyrst og fremst að þakka
frábærri góðvild og rausn ríkisstjórnat
Islands í vorn garð.
Hefi eg þegar vikið að heimsókn dr
Sigurgeirs Sigurðssonar biskups vestur
um haf, en eins og fólki er í fersku
minni, sýndi rikisstjórn Islands oss þann