Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1945, Side 162
140
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA
samkomunnar og af þingheimi með lófa-
klappi.
Nú kallaði dr. Beck fram ritara félags-
ins, séra Sigurð Ólafsson, er bar fram
tillögu fyrir hönd stjórnarnefndar fé-
lagsins að þeir hr. Gísli Jónsson, ritstjóri
Tímarits Þjóðræknisfélagsins, hr. Vil-
hjálmur Þór, fyrverandi utanrikisráð-
herra Islands, og hr. Einar Jónsson lista-
maður (frá Galtafelli), séu gerðir heið-
ursfélagar Þjóðræknisfélagsins.
Þessi tillaga var studd af Á. P. Jó-
hannssyni með ítarlegri og fagurri ræðu.
Fór svo fram afhending á heiðursfélaga
skírteini til Gísla Jónssonar, er dr. Beck
ávarpaði, og hinn nýi heiðursfélagi á-
varpaði þingheim.
Þá var sýnd litmynd Lofts Guðmunds-
sonar af Lýðveldishátíðinni, bæði frá
Þingvöllum og einnig frá hátíðahöldun-
um í Reykjavík, frá 17. og 18. júní 1944.
Myndin var mjög fögur og hreif hugi
manna. Dr. Riohard Beck útskýrði mynd-
ina. Að sýningunni endaðri mælti for-
seti nokkur orð; bað hann svo þing-
heim að syngja sálminn “Faðir and-
anna”. Lauk svo hinu 26. þjóðræknis-
þingi íslendinga í Vesturheimi.
Richard Beck,
forseti
Sigurður Ólafsson,
ritari
Næsta dag, þann 1. marz, hélt stjórn-
arnefnd félagsins fund að 652 Home SÞ
Þar var fundargerð síðasta fundar lesin
og samþykt, með smávægilegum breýt'
ingum, samkvæmt tillögu séra H. 2"
Johnson, er séra V. J. Eylands studdi.
Sigurður ólafsson
LEIÐRÉTTINGAR
í síðasta árgangi Tímaritsins hefi eg orðið var við
þessar prentvillur: í kvæðinu Skýjaborgir, bls. 27, öðru
versi, fimtu línu er þú fyrir þá. Á bls. 82, öðrum dálki,
níundu línu neðan frá 1887, lesist 1897 o. s. frv. Á bls.
96, fyrsta dálki, 10. línu að ofan, ábygðarmiklar, les
ábyrgðarmiklar.