Unga Ísland - 01.06.1948, Blaðsíða 14
12
þandi út brjósthol hans, þegar hann gekk inn eftir kirkjunni
með brúði sína við hlið sér. Hann leit upp að orgelinu og
beið þess með eftirvæntingu, að það færi að spila.
En orgelið þagði.
Hjónavígslan fór fram án þess að orgelið spilaði af sjálfu
sér. Orgelsmiðurinn gaf því varla gaum, sem fram fór —
mikillæti hans var horfið, en í stað þess var komin gremja,
sem fór um hverja taug eins og eitur. Að lokum missti hann
alla stjórn á sjálfum sér — hann snéri sér að hinni ungu
konu sinni og hrópaði í bræði:
„Þér er þetta að kenna — þér er það kenna, að orgelið
mitt spilaði ekki af sjálfu sér —“. Hann var svo gagntekinn
af heift og vonbrigðum, að hann yfirgaf brúði sína og allt
fólkið, sem var skelfingu lostið, og gekk snúðugt út úr kirkj-
unni. Hann linnti ekki göngunni fyrr en hann var kominn
langt úr fyrir borgarmúrana. Og hann tók þá ákvörðun,
að snúa ekki aftur til borgarinnar og konunnar, sem hann
var nýkvæntur, en leita gæfunnar annars staðar.
En í kirkjunni stumraði fólkið yfir konu orgelsmiðsins,
sem lá náföl á köldu steingólfinu.
Arin liðu. Orgelsmiðurinn ferðaðist borg úr borg, land
úr landi. Hann smíðaði dásamleg hljóðfæri, en honum
tókst aldrei aftur að smíða orgel, sem gæti spilað af sjálfu
sér. Hann undi hvergi nema skamma stund. Þegar hann
hafði verið um hríð í einni borg, greip hann eirðarleysi, og
hann lagði af stað til þeirrar næstu.
En heima í ættborg hans stóð orgelið undursamlega, og
þegar hjón voru gefin saman, sem voru guði þóknanleg,
hljómuðu frá því fegurstu ómar. Fólkið furðaði sig í hvert
sinn á þessu undraverki orgelsmiðsins, sem hafði horfið á
brúðkaupsdegi sínum og aldrei sézt síðan.
Mörg ár voru liðin. Orgelsmiðurinn var orðinn gamall
maður. Hann hafði farið víða um lönd, en nú vaknaði hjá