Unga Ísland - 01.06.1948, Blaðsíða 102
100
Hinir göfugu yngismenn, bræður hennar, buðu hana vel-
komna með mörgum fögrum orðum. Sögðu þeir, að þeiin
skyldi farnast við hana (eða hann, eins og þeir sögðu), eins
og hún væri bróðir þeirra! Þeir höfðu meðferðis dádýrakjöt,
sem þeir höfðu veitt, og þegar inn kom, gladdi ímógen þá
með húsmóðurlegum vinnubrögðum sínum, er hún var
að hjálpa þeim við að tilreiða kvöldverðinn. Dáðust bræð-
urnir mjög að öllum tilburðum hennar og fannst þeir aldrei
hafa smakkað jafn góða kjötsúpu og eins vel tilbúinn mat
og hún gaf þeim.
Þeir sögðu líka hvor við annan, að þó Fidele gæti brosað
yndislega, þá væri angurværð og þunglyndi, sem lýsti sér
í hinu elskulega andliti hans, eins og sorg og þolinmæði
hefðu hann á valdi sínu.
Vegna hinna aðlaðandi eiginleika hennar, eða ef til vill
var það vegna skyldleika þeirra, þó þau vissu það ekki, varð
Imógen, eða eins og ungu mennirnir kölluðu hana, Fidele,
uppáhald bræðra sinna. Hún elskaði þá ekki síður, og henni
fannst, að ef Posthúmus væri ekki, þá gæti hún vel hugs-
að sér að lifa og deyja í hellinum hjá þessum hálfvilltu æsku-
mönnum. Hún samþykkti því með gleði að búa hjá þeim,
þar til hún væri búin að hvíla sig og hressa, svo hún gæti
haldið áfram ferð sinni til Milford Haven.
Þegar veiði þeirra var uppetin og þeir fóru til veiða á
ný, gat Fidele ekki tekið þátt í förinni, þar sem hún var
ekki vel frísk. Áhyggjur og þreyta voru efalaust orsakir
þessarar vanlíðanar.
Þeir kvöddu hana þess vegna og héldu burt, og á leið-
inni lofuðu þeir mjög hegðun og yndisleik hins unga Fidele.
ímógen var ekki fyrr orðin ein en hún mundi eftir meðal-
inu, sem Písaníó hafði gefið henni. Drakk hún það í einum
teyg og sofnaði um leið djúpum svefni, sem líktist dauða-
dvala.
Þegar Belaríus og bræðurnir komu aftur heim frá veið-