Unga Ísland - 01.06.1948, Blaðsíða 70
68
ekki svo? Ég bið yður að fyrirgefa forvitni mína; mig lang-
aði til að vita, ef þér hefðuð ekki mjög mikið fyrir því, hvað
margt fólk er hér hjá yður frá Bunuvöllum".
„Yður get ég ekki neitað um neina bón, séra Marteinn
minn; setjið þér yður niður, svo við getum litið eftir því
báðir í sameiningu“.
Og sankti Pétur setti upp gleraugun, tók stóru bókina
sína og fór að fletta henni.
„Nú skulum við sjá. Það voru Bunuvellir. Við skulum
fletta fyrst upp í registrinu. Bu ... Bu ... Bu ... Bun-u-
vell-ir, þarna koma þeir, á 1548639. bls., Bunuvellir; en,
— séra Marteinn minn góður! Blaðsíðan er alveg auð og
óskrifuð; þar er ekki nokkur sál“.
,JHvað segið þér? Er hér enginn frá Bunuvöllum, hreint
enginn? Getur það verið; gáið þér betur að, blessaðir verið
þér“.
„Ekki nokkur maður, séra Marteinn minn; þér getið litið
sjálfur í bókina, ef þér haldið, að ég sé að gera að gamni
mínu“.
Ég stappaði í gólfið gramur í geði, fórnaði höndunum og
bað sankti Pétur að miskunna sig yfir mig með einhverju
móti, og hann svaraði:
„Þér megið ekki láta reiðina fá svona vald yfir yður, séra
Marteinn minn góður; það getur koinið ofan yfir höfuðið á
yður. Þegar öllu er á botninn hvolft, þá getið þér raunar ekki
að þessu gert; það hefur auðsjáanlega þurft að æja á leið-
inni í hreinsunareldinum, þetta blessað Bunuvallafólk“.
„Ó, náðugi herra sankti Pétur; lofið mér þó að minnsta
kosti að fá að sjá það og reyna að hugga það“.
„Það skal ég gjarna gera. Hérna eru ilskór, sem þér skul-
uð setja upp, því vegurinn er hálfslæmur ... liana, nú eru
þeir fastir; haldið þér nú beint af augum. Sjáið þér ekki:
þarna austur á kömbunum, þar sem vegurinn beygir við, þar
verður fyrir manni silfurhlið mikið, á hægri hönd. Þar skul-