Unga Ísland - 01.06.1948, Blaðsíða 56
54
og dreif. Á ákveðnum degi verða þau öll að leggja af stað.
Þau fljúga hátt í loft upp, og þar sjá þau með sinni skörpu
sjón prinsa og prinsessur frá svipuðum borgum og þau koma
frá sjálf. Þau eiga mök við þau á fluginu, en skilja brátt
aftur og stíga niður til jarðarinnar. Prinsarnir eru hálfgerð
flón. Þegar þeir voru heima, hugsuðu þernurnar alltaf um
þá. En heim mega þeir ekki fara aftur, og þeir kunna ekki
einu sinni að leita sér fæðu sjálfir. Þeir veslast því upp og
deyja-
En prinsessurnar, hinar nýju drottningar, eru ágætar.
Hver þeirra leitar sér að stað, þar sem hún getur stofnað
nýja borg. Fyrst bítur hún af sér vængina. Hún þarfnast
þeirra aldrei framar. Það er eins og að fleygja af sér treyj-
unni, svo að vinnan veitist léttar. Með fótum og skolti gref-
ur hún undir trjábol, holar út herbergi og fyllir upp í dyrn-
ar með mold. Hún hefur verið stríðalin, það sem af er henn-
ar ungu ævi, en nú verður hún að lifa eingöngu á þeirri fæðu,
sem hún hefur safnað. Brátt byrjar hún að verpa eggjum.
Hún þvær þau með tungunni. Þegar hún hefur klakið út
afkvæmum sínum, sem eru eins og ormar í laginu, nærir
hún þau á hinum olíukennda munnvökva sínum. Ef til vill
verpir hún fleiri eggjum til þess að mata ungana á, og bragð-
ar jafnvel á þeim sjálf til þess að halda í sér líftórunni, því
að hún er alltaf að grennast. Að nokkrum tíma liðnum
spinna ungarnir sér lirfuhýði. Eftir nokkrar vikur hjálpar
móðir þeirra þeim út. Þessir nýju maurar eru veikbyggðir,
vanhaldnir og skjögrandi. Það verður að mata þá enn í
nokkrar vikur, eða þar til skurnin er farin að liarðna. Loks
brjóta þeir upp dyrnar og leita sér útgöngu til að afla sér
fæðis. Þeir færa vesalings svöngu mömmu sinni mat, og
hún hressist brátt við, fitnar og heldur áfram að verpa meiri
og betri eggjum. Maurarnir, sem á eftir koma, verða stærri
og hraustari náungar. Áður en varir, er borgin orðin full af