Unga Ísland - 01.06.1948, Blaðsíða 77
75
norsku blöðin í fyrirsögnum sínum, að „íslendingarnir liefðu
stolið liylli áhorfendanna frá Bandaríkjamönnunum“.
Seinna kvöldið, sem við kepptum á Bislet í Oslo, urðum við
Finnbjörn að hlaupa beint úr 200 m hlaupinu í bílinn, sem
flutti olckur í næturlestina til Stockholm. Lestin lagði af
stað kl. 8.10, en hlaupið fór fram kl. 7.50, svo að við höfðum
ekki einu sinni tíma til að klæða okkur í æfingabúningana,
enda horfðu Norðmennirnir steinhissa á okkur á járnbraut-
arstöðinni.
Við komum til Stockholm rétt fyrir kl. 7 að morgni
hins 29. ágúst eftir svefnlitla nótt. Við vorum óvanir að
ferðast í svefnklefa í járnbrautarlest. Fyrsta keppni okkar
í Svíþjóð var fyrsta kvöldið, sem við vorum í Stockholm.
Keppni þessi fór fram á hinum dásamlega fagra Ólympíu-
velli í borginni, Stockholm Stadion. Meðal keppenda þar
voru, auk okkar Islendinganna, margir beztu íþróttamenn
Svía og Frakka, þar á meðal hinn frægi hlaupari Marcel
Hansenne.
Daginn eftir, eða laugardaginn 30. ágúst, fóruin við 7 Í.R.-
ingar norður til Sandviken með járnbraut. Sandviken er
járnframleiðslubær um 200 km frá Stockholm. Þar áttum
við að keppa sunnudaginn 31. ágúst. Móttökurnar þarna
voru með afbrigðum góðar. T.Tm kvöldið var okkur öllum
boðið á útiskemmtistað þar í borg. Þar var margt til
skemmtunar, meðal annars dans. Okkur fannst dálítið und-
arlegt, að þar kaupir maður ekki miða í eitt skipti fyrir öll,
heldur er borgað fyrir hverja „syrpu“, sem er tvö lög. Stúlk-
urnar standa í stórhópum fyrir utan danspallinn og bíða
eftir herrunum. Það er mjög algengt í Svíþjóð að sjá stúlk-
ur dansa hverja við aðra. — Daginn eftir kepptum við, eins
og áður er sagt, en fórum síðan með lestinni aftur til Stock-
holrn um kvöldið.
Næsta keppni var Norðurlandamótið, en þar áttu aðeins
tveir okkar að keppa, Finnbjörn Þorvaldsson og ég.