Unga Ísland - 01.06.1948, Blaðsíða 23
21
einu sinni að hún væri hulin sjónum hans í gröfinni. Hann
hafði fengið máriskan lækni til þess að smyrja líkið, og
hafði læknirinn þegið lífgjöf að launum; en hann hafði
átt að iáta lífið, sögðu menn, fyrir villutrú og grun um
galdra. Lík hennar lá enn á goþelínklæddum líkbörunum
í svartri marmarakapellu hallarinnar, nákvæmlega eins og
þegar munkarnir höfðu borið hana inn hvassviðrisdag einn
í marz tólf árum áður. Og einu sinni á hverjum mánuði
fór konungurinn, klæddur dökkri skikkju með ljósker í
hendi, inn í kapelluna, kraup við líkbörurnar og andvarpaði:
„Ó, drottningin mín, ó, drottningin mín!“ og stundum rauf
hann hinar ströngu siðareglur, sem á Spáni stjórna hverri
einustu athöfn í lífinu og setur jafnvel sorg konungsins
viss takmörk, og greip hvítu, hringskreyttu höndina í sorg-
arangist og kyssti í ákefð kalt, farðað andlitið, eins og hann
héldi, að hann þar með gæti vakið það til lífs.
I dag fannst honum hann sjá hana aftur eins og hann
hafði séð hana fyrst í Fontainebleu-höllinni, þegar hann var
aðeins fimmtán ára gamall og hún enn yngri. Þau höfðu þá
verið bundin lieitum af erindreka páfa í viðurvist Frakka-
konungs og allrar hirðarinnar, og hann hafði komið heim
aftur í Escurial-höllina með lítinn gullinn hárlokk og end-
urminninguna um barnslegar varir, sem beygðu sig yfir
hönd hans og kysstu hana, er hann sté upp í vagn sinn.
Nokkru seinna voru þau gefin saman. Athöfnin fór fram
í skyndi í Burgos, smábæ á landamærum beggja landa,
síðan héldu þau viðhafnarmikla innreið sína í Madrid, og
á eftir var hámessa í kirkjunni í La Atocha og óvenju við-
hafnarmikil brenna þar sem nærri 300 villutrúarmenn voru
brenndir.
Hann hafði elskað hana svo heitt, að það hafði verið
landi hans að tjóni að áliti margra, en það átti í stríði
við England um yfirráð ríkjanna í „Nýja heiminum" (Vest-
urheimi). Hún rnátti varla frá honum víkja, og hennar vegna