Unga Ísland - 01.06.1948, Blaðsíða 95
93
gert af ímógen sjálfri, sem giftist án samþykkis, meira að
segja án vitneskju, föður síns og drottningarinnar.
Posthumus, en svo hét eiginmaður Imógenar, var með
lærðustu og hæfileikamestu mönnum þeirra tíma. Faðir
hans dó í styrjöld, er hann barðist fyrir Cymbeline, og
skömmu eftir fæðingu hans dó móðir hans, meðfram af sorg
yfir missi eiginmanns síns.
Cymbeline, sem rann til rifja hinar vonlausu aðstæður
þessa munaðarleysingja, tók Posthumus að sér og ól hann
upp og menntaði við hirð sína.
Sami kennarínn kenndi Imógen og Posthumusi, og þau
voru leikfélagar frá bernsku. Þeim þótti innilega vænt hvoru
um annað, þegar þau voru börn, og tilfinningar þeirra urðu
dýpri með aldrinum; þegar þau voru fullvaxta, gengu þau
að eiga hvort annað með mikilli leynd.
Hin vonsvikna drottning komst brátt að þessu leyndar-
máli, því að hún hafði njósnara, sem hafði stöðugt gát á
öllum ferðum stjúpdóttur hennar, og hún sagði konunginum
á augabragði frá hjónabandi ímógenar og Posthumusar.
Engin orð fá lýst reiði Cymbelines, er hann frétti, að
dóttir hans hefði á þennan hátt gjörsamlega gleymt hárri
tignarstöðu sinni og gengið að eiga réttan og sléttan borgara.
Hann skipaði Posthumusi að yfirgefa Bretland og gerði
kann útlægan úr föðurlandi sínu ævilangt.
— Drottningin, sem þóttist vorkenna Imogen þá sorg að
verða að sjá af eiginmanni sínum, bauðst til að hjálpa þeim
td að hittast einslega áður en Posthumus legði af stað í
ferðina til Rómaborgar, því þar hafði hann valið sér dvalar-
stað í útlegðinni. Þetta, sem virtist vináttuvottur af hendi
drottningarinnar, var aðeins gert í því skyni, að henni yrði
betur ágengt í framtíðaráformum sínum varðandi son sinn,
Cloten. Þegar Posthumus væri farinn, ætlaði hún að sann-
færa ímogen um, að hjónaband þeirra væri með öllu ólög-
íegt, þar sem samþykki konungs hefði ekki verið fyrir hendi.