Unga Ísland - 01.06.1948, Blaðsíða 24
22
hafði hann gleymt — eða virtist hafa gleymt — öllum að-
kallandi málefnum ríkisins; og í þessari ægilegu blindni,
sem ást hans orsakaði, sá hann ekki, að viðhafnarmiklar
veizlur, sem hann reyndi að skemmta henni með, juku að-
eins á hinn einkennilega sjúkdóm, sem hún þjáðist af. Þegar
hún dó, var hann viti sínu fjær af sorg í langan tíma. Og
hann hefði áreiðanlega lagt niður völd og farið í Trappista-
klaustrið mikla í Granada, þar sem hann var heiðursábóti,
ef honum hefði ekki óað við að skilja dóttur sína litlu eftir
í höndum bróður síns, sem, jafnvel á Spáni þeirra daga,
var alræmdur fyrir grimmd og margir grunuðu um að hafa
valdið dauða drottningar með eitruðum glófum, er hann
hafði fært henni að gjöf þegar hún kom í heimsókn í kastala
hans í Aragon. Og þó að 3 ár hinnar fyrirski]5uðu opinberu
sorgar væru liðin, þoldi hann ekki, að' ráðherrarnir minnt-
ust nokkru sinni á, að hann gifti sig aftur, og þegar sjálfur
keisarinn bauð honum hönd hinnar fögru erkihertogafrúar
af Bæheimi, frænku sinnar, sagði hann sendimönnunum, að
þeir skyldu segja húsbónda sínum, að Spánarkonungur
væri þegar heitbundinn sorgargyðjunni, og að þótt hún
væri ófrjó brúður, tæki hann hana langt fram yfir fegurð-
argyðjuna; þetta svar hans kostaði hann krúnu Niðurlanda,
sem að áeggjan keisaranna gerðu uppreisn gegn lionum
undir forustu ofstækisfullra trúarleiðtoga siðabótarinnar.
Þar sem hann stóð þarna þennan dag og horfði á dóttur
sína leika sér á svölunum, rifjaðist upp fyrir honum hjóna-
band hans, þess margvíslegu sæluaugnablik og átakan-
lega sorglegi endir.
Hún líktist mjög móður sinni, þessi litla dóttir hans. Hún
hafði sömu hrífandi kenjarnar og reiginginn með höfðinu,
sama stolta, fagurlega formaða munninn og þetta. yndislega
bros — táknrænt fyrir hið broshýra Frakkland — er hún
leit upp í gluggann til hans eða rétti fram litlu höndina þeg-