Unga Ísland - 01.06.1948, Blaðsíða 40
38
sem vaggaði í sífellu, var þakið úfnum, svörtum hárlubba.
Dvergurinn hnyklaði brýnnar — þá hnyldaði ófreskjan líka
brýnnar. Hann hló — þá hló hún líka og hélt höndunum
upp að síðunum alveg eins og hann gerði. Hann lineigði sig
djúpt fyrir henni — og hún hneigði sig á móti. Hann gekk
tíl móts við hana, og hún hermdi eftir honum og staðnæmd-
ist á sama augnabliki og hann staðnæmdist. Honum fannst
þetta svo skemmtilegt, að hann skellihló og hljóp með út-
rétta höndina til ófreskjunnar, en er hann snerti hönd henn-
ar, var liún ísköld. Hann varð hræddur og dró að sér hönd-
ina, og ófreskjan gerði slíkt hið sama. Hann gekk enn
lengra fram, en þá snart hann eitthvað, sem var slétt og
hart. Andlit ófreskjunnar var nú rétt við lians eigið andlit,
og lýsti út úr því skelfingin. Hann ýtti hárlubbanum frá
augunum. Hún hermdi eftir honum. Hann sló til hennar,
og hún endurgalt höggið. Hann gretti sig til þess að sýna,
að hann hefði viðbjóð á henni — og hún gretti sig með
við'bjóði á móti. Hann hrökklaðist aftur á balc, og hún gerði
slíkt hið sama. Hvað gat þetta verið? Hann hugsaði sig um
andartak og leit í kringum sig. Þetta var einkennilegt, en
það var eins og allir hlutir tvöfölduðust í þessum ósýnilega
vegg úr tæru vatni. Já, hver mynd, hver stóll tvöfaldaðist.
Skógarguðinn litli, sem svaf á sillunni við dyrnar, átti sér
þar tvíburabróður, og silfurlíkneskið af ástargyðjunni Ven-
us, sem glitraði á í sólskininu, breiddi út faðminn á móti
annarri Venus jafnfagum og hún var.
Var þetta bergmál? Það þekkti hann. Hann hafði einu
sinni kallað til þess í dalnum sínum — og hvert orð hafði
verið endurtekið. Gat bergmálið blekkt augað jafnt og eyr-
að? Gat það gert leik að veruleik? Gátu skuggar hlutanna
átt sér liti, líf og hreyfingu? Gat það verið, að —?
Honum brá skelfilega. Hann tók fram undan treyju sinni
rósina hvítu, sneri sér við og kyssti hana. Ófreskjan hélt