Unga Ísland - 01.06.1948, Blaðsíða 35
33
út löngu flauturnar, sem skógarguðinn Pan hafði svo mikið
yndi af að hlusta á. Hann þekkti hvern einasta fugl og
hvernig hann söng; hann gat kallað á skógarþrestina úr
trjánum og vaðfuglana í mýrinni. Hann þekkti fótspor hvers
einasta dýrs og gat rakið hvort heldur það voru hin litlu spor
hérans eða spor broddgaltarins eftir því, hvernig laufin á
jörðinni höfðu verið bæld. Alla dansa náttúrunnar kunni
hann. Tryllingslegan haustdansinn dansaði hann í rauðum
búningi, léttan uppskerudansinn í bláum skóm, vetrardans-
inn með hvíta snjókransa og blómadansana í ávaxtagörðun-
um á vorin. Hann vissi, hvar skógardúfurnar byggðu hreiður
sín, og eitt sinn, er veiðimaðurinn hafði veitt dúfuforeldra frá
ungunum sínum, í snöruna sína, hafði hann sjálfur alið upp
ungana og búið til hreiður handa þeim í álmtré einu. Þeir
voru alveg ófælnir og átu úr lófa hans á hverjum morgni.
Að þeim mundi henni þykja gaman, eins kanínunum, sem
þutu um í burknunum, söngfuglunum með marglitt fjaðra-
skrautið, og stóru, vitru skjaldbökunum, sem skriðu leti-
lega eftir jörðinni, hristu höfuðin og nöx-tuðu í ljósgræn
laufblöðin. Já, hún varð sannarlega að koma út í skóg og
leika sér þar með honum. Hann myndi láta henni eftir rúm-
ið sitt og vera á verði fyrir utan gluggann til þess að villtu
nautahjarðirnar gætu ekki gert henni mein né hungraðir
úlfarnir nálgazt kofann.
I dögun myndi hann svo berja lauslega á gluggahlerana
og vekja hana, þá færu þau út í skóg og dönsuðu allan lið-
langan daginn. Eiginlega var alls elckert einmanalegt í skóg-
inum. Stundum riðu biskupar um skóginn á hvítum múl-
dýrum og lásu í bókum með máluðum myndurn á. Og
stundum riðu fálkaveiðinxennirnir fram hjá, klæddir treyj-
um úr dýraskinni með grænar flauelshúfur á höfði og
báru fálkana á úlnliðunum. Um uppskerutímann komu
vínberjaþreskjararnir; hendur þeirra og fætur voru purpura-
rauðir af víninu; þeir voru með gljáandi vafningsviðarlauf-
XJnga ísland ®