Unga Ísland - 01.06.1948, Blaðsíða 72
70
„Náttúrlega í paradís, heilagi inaður! Hvar í þremlinum
ættu þeir annars að vera“.
,JEn ég sem kem rakleiðis frá paradís!“
„Komið þér þaðan? Nú, nú?“
„Nú, nú; þeir voru ekki þar. Ó, þú heilaga englanna
móðir!“
„Ja, hvað á maður að segja, prestur minn; séu þeir hvorki
í paradís né í hreinsunareldinum, þá er ekki öðrum stað til
að dreifa en ...“
„Æ, æ, æ! Getur þetta verið? Ég veit hann hefur sagt
mér eins og var, hann sankti Pétur minn, að það væri enginn
úr minni sókn í paradís; hann hefði ekki farið að þræta fyrir
sannleikann, þó honum yrði það á einu sinni í fymdinni,
vesalingnum, enda heyrði ég ekki hanann gala. Æ, vei
mér; hvernig á ég að una mér í paradís síðar meir, ef mín
elskuðu sóknarbörn komast ekki þangað líka“.
„Ég kenni í brjósti um yður, vesalingur; og viljið þér
endilega fá vissu í yðar sök, þá skuluð þér þræða stíginn
þann arna, sko; en hraðið þér yður; yður ber þá að lokum
þangað, sem hlið eitt mikið er á vinstri hönd við veginn,
og þar munuð þér fá að vita allt, sem yður er forvitni á í
þessu efni. Guð veri með yður“.
Og engillinn lokaði hliðinu.
Það var langur vegur og ekki skemmtilegur: allur þakinn
glóandi kolum og eldsglæðum. Ég reikaði áfram og hrasaði
í öðruhverju spori; en það átti ég ilskónum að þakka, sem
Ijúfmennið hann sankti Pétur minn lánaði mér, að ég skað-
brenndi mig ekki á fótunum.
Loks sá ég á vinstri hönd mér hlið eitt mikið, ákaflega
hátt og vítt, og stóð það opið upp á gátt. Ó, vinir mínir,
hvílík sjón! Það er svo sem ekki verið að spyrja menn að
heiti þar; þar er ekki haldinn neinn prótókoll. Þeir fara
þangað inn i stórum hópum, eins og þegar þið eruð að þyrp-
ast í veitingaliúsin á sunnudögunum.