Unga Ísland - 01.06.1948, Blaðsíða 57
55
glöðu og hraustu, sístarfandi fólki, sem gerir ys og þys og
byggir nýjar götur og ný hús.
Ekki eru það allir, sem afla fæðis. Sumir hafa óvenju
sterkan skolt, þeir eru nokkurs konar verðir og hermaur-
ar á ófriðartímum. Sumar þernurnar halda göngunum og
herbergjunum hreinum. Allt er borið í burtu út á sorphaug
þeirra mauranna. Aðrir hugsa um drottninguna, og enn aðr-
ir annast börnin, gefa þeim að borða og flytja þau herbergi
úr herbergi, eftir því, hvort þau þurfa meiri hlýju, loft eða
raka.
Allir lifa þeir á fljótandi fæðu. Jafnvel, er þeir éta önnur
skordýr, tyggja þeir þau í sundur, sjúga úr þeim blóðið, en
skirpa úrganginum. Margar maurategundir mjólka litlu
blaðlýsnar, sem kallaðar eru maura-kýr. Þeir hirða þær af
nákvæmni og hafa þær á beit, þar sem þær geta sogið nóg
af sætum safa úr leggjum og blöðum jurtanna. Má sjá þær
á stönglum margra villiblóma og á rósarunnum. Þessar
maura-kýr drekka langtum meiri safa en þær hafa þörf fyr-
ir. Safinn fer í gegnum líkama þeirra, en verður aðeins
þykkri og sætari. Mauraniir hafa lag á að fá sér Ijúffeng-
an sopa hjá þeim. Þeir strjúka bakið á maura-kúnni með
framfótum og fálmurum. Maura-kýrin virðist kunna þessu
vel, og brátt bólar á gljáandi dropa af hunangsdaggar-
mjólk. Maurinn lepur liana í sig og fer til næstu maura-
kýr.
Maurinn safnar ekki þessari fæðu eingöngu handa sjálf-
um sér. Hann notar aðeins litinn hluta hennar. Maurinn
hefur tvo maga i líkama sínum, annan handa sjálfum sér,
en í hinum flytur hann fæðu til þeirra, sem heima eru. Það
er almenningsmagi, sem tekur yfir nær allan afturbol
maursins. Þegar hann kemur heim, er hann viss með að
mæta einhverri barnfóstrunni, sem hefur verið önnum kaf-
in heima við allan daginn. Hún biður hann um hunangs-