Unga Ísland - 01.06.1948, Blaðsíða 81
79
nánar. „Við megum fara að flýta okkur“, og ég þreif bak-
pokann minn, sem lá til taks á stól við gluggann. „Mér sýn-
ist ekki betur en að Fritz sé þarna á leiðinni — hann er kom-
inn af stað að sækja okkur“.
Við gengum í flýti frá því, sem eftir var, og þegar við
skömmu síðar komum niður í rúmgott eldhúsið, sat Fritz
þar og beið okkar. Hann ætlaði að stjórna ferðinni. Hann
var ungur efnafræðingur frá Vínarborg, en var af Tirolar-
ættum og hafði frá blautu barnsbeini verið á hverju sumri
þarna í Tirol og þekkti hvern tind og hverja slóð i nágrenn-
mu. Föðurbróðir hans átti næsta bæ við Obertroj, en svo
var bærinn, þar sem við dvöldum, kallaður. Bæði húsin
stóðu hátt uppi í hlíð, og útsýnið frá þeim var fagurt yfir
dalinn, þar sem þorpið var, nokkur hús í þyrpingu umhverf-
is fallega sveitakirkju, til fjallahlíðanna hinum megin, þar
sem foss steyptist fram af einni brúninni, og hárra fjalla-
tinda, sem Ijómuðu á kvöldin í fegursta Alpa-roða —
Al'pcnglúhen, eins og það er kallað þarna suður frá.
„Eruð þið til?“ Fritz sneri að okkur brosleitu andlitinu.
Hann var í stuttbuxum og sportsokkum, þungum stígvél-
um og með lítinn bakpoka á baki. „Við verðum að fara af
stað sem fyrst. Það er ekkert gaman að lenda í miklu sólskini
á leiðinni upp á Obstans. Þá er varla mögulegt að ganga
fyrir hita, því að það er enginn skuggi eða skógur alla leið-
^na upp fjallavegginn þar sem fossinn er. — Drekkið þið
morgunkaffið í flýti, svo að við getum komizt af stað“.
Eftir stutta stund gátum við lagt af stað eftir stígnum
írá bænum niður í þorpið. Einstaka kona, sem var að fara
j kirkju, kastaði á okkur kveðju: „Grúsz Gott“, og við svör-
uðum á sama hátt. Annars voru fáir á ferli. Morgunninn var
svalur og fagur. Við gengum um kyrrlátt þorpið og beygðum
um í dalinn, Schustertal, en innst inni í honum steyptist
fossinn, löng, mjó silfurræma, niður af fjallsbrún. Þangað
var um hálftíma ganga. Dalurinn var skógi vaxinn, greni