Unga Ísland - 01.06.1948, Blaðsíða 31
29
hún veltist um af hlátri löngu eftir að dvergurinn var hlaup-
inn af leiksviðinu og bað frænda sinn að láta samstundis
endurtaka dansinn. En hertogafrúin fann það til afsökun-
ar, að sólskinið væri orðið óbærilega heitt, og ákvað því, að
það væri hennar hátign fyrir beztu að snúa heim til hallar-
mnar tafarlaust, því þar biði þeirra dýrindis veizla og stór
afmælisterta, með nafni hennar í lituðum sykurstöfum og
silfurflaggi í miðjunni. Kóngsdóttirin stóð upp með miklum
virðuleik, gaf fyrirskipun um að dvergurinn skyldi dansa
fyrir sig aftur eftir hádegishvíldartímann, þakkaði unga
greifanum af Tierra-Nueva fyrir hina ágætu skemmtun, sem
hann hafði veitt henni, og hélt síðan til herbergja sinna,
en börnin komu á eftir í sömu röð og þau höfðu komið áð-
Ur.
Þegar litli dvergurinn heyrði, að hann ætti að dansa aft-
ur frammi fyrir kóngsdótturinni samkvæmt eindreginni
°sk hennar sjálfrar, varð hann svo hreykinn, að hann
hljóp út í garðinn, kyssti hvítu rósina í hjákátlegri gleði-
vimu og hoppaði drumbslega og pataði af einskærri ánægju.
Blómin voru honum stórgröm fyrir að dirfast að ónáða
þau á fallega dvalarstaðnum þeirra, og þegar þau sáu hann
hoppandi og skoppandi fram og aftur um stígana, veifandi
ormunum fáránlega uppi yfir höfði sér, gátu þau ekki leng-
Ur á sér setið: „Hann er sannarlega of ljótur til þess að hon-
Um ætti að leyfast að leika sér þar sem við erum“, hrópuðu
^úlípanarnir.
s,Hann ætti að drekka valmúusafa og sofa í þúsund ár“.
sógðu stóru, rauðu liljurnar fokvondar.
5,Hann er hryllilega ljótur“, hrópaði kaktusinn. „Sjáið
fcið bara, hvað hann er kræklóttur og kubbaralegur, og hve
höfuðið er algjörlega í öfugu hlutfalli við fótleggina. Mér
finnst ég allur af nálum gerður, þegar ég sé hann, og ég skal
svei mér stinga hann með þyrnunum mínum, ef hann kemur
uálægt mér“.