Unga Ísland - 01.06.1948, Blaðsíða 100
98
skógi nokkrum, þar sem liann átti sér fylgsni. Hann stal
þeim með hefndarhug, en brátt fór honum að þykja eins
vænt um þá og þeir væru hans eigin börn, og hann ól þá
upp og menntaði eins vel og hann gat. Þeir uxu upp og urðu
að efnilegum ungum mönnum, fúsir og kjarkmiklir til allra
dáða. Þeir stunduðu veiðar sér til lífsviðurværis og urðu
þess vegna ötulir og harðgerðir. Voru þeir alltaf að biðja
þann, sem þeir álitu að væri faðir þeirra, að fá að freista
gæfunnar með því að taka þátt í orustum.
Til allrar hamingju fyrir Imógen kom hún að hellinum,
þar sem þessir æskumenn bjuggu. Hún hafði villzt í stórum
skógi, er hún var á leiðinni til Milford Haven, en þaðan ætl-
aði hún sér að leggja upp í ferðina til Rómaborgar. Hún
hafði hvergi getað fundið neinn stað, þar sem hún gæti
keypt mat, og var þess vegna nær dauða en lífi af hungri
og þreytu. Því það þarf meira til en að klœðast karlmanna-
fötum til að gera konu, sem alin er upp í allsnægtum, færa
um að bera erfiðleika langTar göngu um einmanalegan skóg
eins og karlmaður. Þegar hún sá hellinn, fór hún inn í hann
í þeirri von, að hún hitti einhvern, sem gæti gefið' henni
mat. Hún hitti enga mannveru fyrir í hellinum, en eftir
að hafa svipazt um, fann liún dálítið af köldu kjöti, og
hungur hennar var svo mikið, að hún beið ekki boðanna,
heldur hámaði það í sig.
„Ó“, sagði hún við sjálfa sig, „hvað líf karlmannsins
hlýtur að vera leiðinlegt! — Hvað ég er þreytt! I tvær næt-
ur hef ég sofið undir berum himni. Fastur ásetningur minn
hjálpar mér, annars mundi ég vissulega vera orðin sjiik.
Þegar Písaníó sýndi mér Milford Haven frá fjallstindinum,
virtist leiðin þangað vera svo stutt“. Svo fór hún að hugsa
um mann sinn og hina grimmilegu skipun hans, og hiin sagði:
„Posthúmus minn, þú hefur reynzt mér illa“.
Bræður Imógenar, sem höfðu verið á veiðum með „föður“
sínum, voru um þetta leyti að koma heim. Belaríus hafði