Unga Ísland - 01.06.1948, Blaðsíða 37
35
skógurinn hans var; það var alls staðar gyllt, og jafnvel
gólfið var úr marglitum steinum af ýmsum gerðum. En
kóngsdótturina litlu var hvergi að sjá, aðeins nokkur
fjarskalega falleg líkneski, er litu niður til hans af jaspis-
fótstöllunum daufu starandi augnaráði og einkennilega
brosandi.
Við endann á ganginum hékk svart flauelstjald, allt í-
saumað sólum og stjörnum, eftirlætisísaum konungs. Skyldi
hún vera að fela sig bak við tjaldið? Hann ætlaði að minnsta
kosti að gá.
Hann laumaðist hægt að tjaldinu og dró það til hliðar.
Nei — þar var aðeins annar salur, en þó heldur fallegri en
hinn, fannst honum. Á veggjunum héngu græn góbelínteppi,
ofin myndum, er lýstu veiðiferðum, eftir flæmska lista-
menn, og hafði það tekið þá meira en 7 ár að gera þau.
Þetta hafði einu sinni verið íbúð Jóhanns vitfirrta, eins
og hann hafði verið kallaður, konungsins geðveika, sem
hafði svo mikla ást á veiðiferðum, að hann fleygði sér oft
á myndirnar á teppunum — svo vel gerðar voru þær —
eins og hann ætlaði að fara á bak ólmum hestunum, reyndi
að draga niður hirtina, sem varðhundamir höfðu ráðizt
á, blása í veiðilúðrana og reka rýting sinn í flýjandi dá-
dýrin. Salurinn var nú notaður sem fundarsalur, og á stóra
borðinu í honum miðjum lágu rauðar skjalamöppur ráð-
herranna með gulltúlípum á — spánska skjaldarmerkinu
og skjaldarmerkjum Habsborgarættarinnar.
Dvergurinn litli horfði í kringum sig, fullur undrunar, og
var hálfhræddur við að' fara lengra. Þessir undarlegu þöglu
reiðmenn, sem þeystu með svo miklum hraða um rjóðrin,
án þess að nokkurt hljóð heyrðist, minntu hann á þessa
óttalegu drauga — Comprachos voru þeir kallaðir á
spænsku — sem aðeins fara á veiðar á nóttunni, og ef þeir
rekast á mennska veru, breyta þeir henni í hjört og elta
hana uppi. En hugsunin um kóngdótturina fögru gaf hon-
3*