Unga Ísland - 01.06.1948, Blaðsíða 27
25
um og svörtum einkennisbúningum, komu og tóku burt
dauðu hestana; svo kom dálítið hlé, þá sýndi franskur jafn-
vægisæfingameistari listir sínar á strengdum kaðli, því næst
léku ítalskar brúður sorgarleikinn Sophonisba á leiksviði
brúðuleikhússins, sem byggt hafði verið sérstaklega í tilefni
dagsins. Þær léku svo vel og hreyfingarnar voru svo eðlileg-
ar hjá þeim, að tárin runnu niður kinnar kóngsdótturinn-
ar í lok leiksins. Sum börnin grétu meira að segja hástöfum,
svo að hugga varð þau með sælgæti, og sjálfur rannsóknar-
dómarinn varð svo snortinn af leiknum, að hann gat ekki
orða bundizt og sagði við Don Pedro, að sér fyndist það
óbærileg tilhugsun, að lítilfjörlegir hlutir, búnir til úr viði
og lituðu vaxi, sem stjórnað var með böndum eftir vissum
reglum, skyldu geta látið í Ijós svona mikla óhamingju og
orðið fyrir svona hræðilegum örlögum.
Svo sýndi afríkanskur töframaður listir sínar. Hann hafði
með sér stóra flata körfu, þakta rauðu klæði, sem hann setti
á mitt leiksviðið; síðan tók hann úr vafningshöfuðfati sínu
einkennilega reyrflautu og blés í hana. Eftir nokkur augna-
blik fór dúkurinn að hreyfast, og þegar tónarnir urðu hærri
°g hvellari, teygðu tvær grængylltar slöngur fram höfuðin
og risu upp hægt og hægt og sveigðu sig eftir hljómfalli
tónanna líkt og þegar sefið í tjöminni bærist fyrir vindinum.
En börnin voru hálfhrædd við dílótt höfuð þeirra og tung-
urnar, sem skutust út úr þeim í allar áttir. Skemmtilegar
þótti þeim að sjá þegar töframaðurinn lét ofurlítið app-
olsínutré vaxa upp úr sandinum, bera falleg hvít blóm og
ósvikna ávexti; og þegar hann tók blævæng litlu dóttur
markgreifans af Las-Torres og breytti honum í bláan fugl,
sem flaug um inni í tjaldinu og söng, var hrifning þeirra
takmarkalaus. Eins yndislegt var að sjá menúettinn, sem
ungir dansarar Nuestra Senora Del Pilar-kirkjunnar döns-
uðu. ICóngsdóttirin hafði aldrei fyrr séð þessa dásamlegu
athöfn, sem á ári hverju fer fram á maíhátíðahöldunum fyr-