Unga Ísland - 01.06.1948, Blaðsíða 65
63
— Já, góði bezti, — ertu alveg? — Þú áttir að standa
kyrr hjá helvítis pokunum og bíða.
— Eftirhverju?
Vinnufélaginn lítur til hans, hættir við að súpa á brús-
anum og segir:
— Þú ert ekki Reykvíkingur, ha?
— Nei.
■— Það var auðséð.
— Nú?
— Þú áttir að standa kyrr hjá pokaandskotunum, mað-
Ur> og bíða þangað til þér var sagt að gera eitthvað, og ef
einhver hefði komið og sagt þér að gera eitthvað heldur en
standa til svona, þá áttirðu að segja, að þú værir í sem-
entinu, þú værir á sementskaupi. Hvort ég hefði ekki stað-
ið kyrr! Þeir hefðu ekki fengið mig til að hætta, ef ég hefði
verið kominn í sementið á annað borð.
— Það getur vel verið.------En við vorum búnir að
færa alla pokana.
■— Þú ert vitlaus. Eg skal segja þér, að ég er nú búinn
að vinna hér hátt á aðra viku og hef enn ekki komizt í
sementið. Það er það, sem allir eru að bíða eftir. Þar er
hæsta kaupið og minnst að gera. Þú hefðir getað staðið kyrr
allan tímann og strákurinn sem með þér var upp á hæsta
kaup, ekkert annað þurft að gera en horfa á okkur liina
PÚIa, ha? — Skilurðu nú hvað ég er að fara? — Og svo
ferðu úr þessu og lætur hafa þig til að velta tunnum eins og
aumingi!
Halldór þegir dálitla stund. Svo segir hann:
-— Það getur vel verið, að þetta sé alveg rétt hjá þér. Það
er sjálfsagt alveg rétt. En þetta var frekar þreytandi, pok-
arnir voru anzi þungir, og þetta fór illa með fötin mín, sjáðu,
sementið er ekki farið úr þeim enn.
— Hla með fötin! Ég held þú sért eitthvað verri. Þú
œttir eiginlega að vera sendur heim til þín og látinn leggjast