Unga Ísland - 01.06.1948, Blaðsíða 15
13
honum löngun til að hverfa aftur heim og sjá átthagana,
áður en hann sofnaði svefninum langa. Hann lagði af stað
í langt og erfitt ferðalag. Síðasta spölinn fór hann fótgang-
andi og kom loks þreyttur og þjakaður til ættborgar sinn-
ar. Þegar hann kom inn fyrir borgarhliðin, mætti hann
mannmargri líkfylgd.
„Hvern eruð þið að jarða?“ spurði hann einn manninn í
líkfylgdinni.
,JÞað er kona orgelsmiðsins fræga“, sagði maðurinn
hnugginn. „Maðurinn hennar yfirgaf hana rétt eftir brúð-
kaupið og hefur aldrei sézt síðan. En konan hans hefur á-
unnið sér ást og hylli allra hér í bæ. Hún hefur látið margt
gott af sér leiða, hjálpað öllum, sem hjálpar þurftu, hjúkrað
hinum sjúku og ætíð haft ástúðar- og uppörvunarorð á
vörum fyrir hvern sem var“. Maðurinn þurrkaði tár af
augum sér með erminni sinni. „Enginn hefur nokkurn tíma
jafnazt við þá göfugu og góðu lconu“, og hann hélt áfram
göngu sinni með hinu fólkinu, hnugginn og niðurlútur.
Það var eins og náköld hönd hefði snert hjarta gamla
orgelsmiðsins. Eins og í leiðslu slóst hann í förina, gekk með
hinu syrgjandi fólki á eftir líkkistunni, þar sem konan hans,
sem hann hafði yfirgefið í bræði, lá liðin — konan hans, sem
hafði látið svo margt gott af sér leiða, að öll borgin fylgdi
henni til grafar. Hann gekk hokinn, rykugur, með fólkinu
til kirkjunnar og studdist þunglega á staf sinn.
Kirkjan var troðfull af fólki. Innilegan söknuð mátti lesa
úr svip allra. Gamli orgelsmiðurinn hafði verið eins og í
leiðslu. En nú fann hann, hvemig augu hans fylltust tárum,
og hann varð yfirkominn af sorg. Nú sá hann fram á, að
það hafði verið hans eigin sök, að orgelið lék ekki af sjálfu
sér á brúðkaupsdegi hans. Hugur hans hafði verið gagntek-
inn af drambsemi og sjálfsþótta, í stað kærleika og gæzku.
Hann nálgaðist kistuna, þar sem konan hans sáluga lá, og