Unga Ísland - 01.06.1948, Blaðsíða 25
23
ar hinir virðulegu spönsku tignarmenn sýndu henni lotn-
ingu sína með handkossi.
En hláturskellirnir í börnunum létu illa í eyrum hans,
og sterkt sólarljósið gerði sorg hans ennþá átakanlegri, og
daufur ilmur af undarlegu kryddi, sem líksmurningamenn
nota, eyðilagði tært morgunloftið — eða var það aðeins
ímyndun? Hann gróf andlitið í höndum sér, og þegar
kóngsdóttirin leit aftur upp í gluggann, var búið að draga
gluggatjöldin fyrir, og konungurinn var farinn.
Hún gretti sig af vonbrigðum og yppti öxlum. Hann hefði
að minnsta kosti átt að vera með henni á afmælisdaginn
hennar. Hvað gerði til með þessi leiðinlegu ríkismálefni?
Eða hafði hann farið út í skuggalega kapelluna, þar sem
kertin loguðu ávallt og henni var bannað að' koma? En hvað
það var heimskulegt af honum, þegar sólin skein svona hýrt
og allir voru svo ánægðir! Og auk þess mundi hann verða
af nautaatsleiknum, sem lúðrarnir voru að tilkynna, svo
ekki sé nefnd brúðusýningin og margt annað dásamlegt.
Hann frændi hennar og rannsóknardómarinn voru miklu
hugulsamari. Þeir höfðu komið út á svalirnar og slegið henni
gullhamra. Hún reigði sig í ólund, tók því næst í hönd Don
Pedros og lét hann leiða sig hægt niður þrepin niður að litla
tjaldinu, sem reist hafði verið úr purpurarauðu silki við end-
ann á garðinum. Á eftir komu hin börnin í röð eftir tign,
fremst þau, sem lengst höfðu ættarnöfnin.
Skrúðganga aðalborinna drengja, klæddum hinum
skrautlegu búningum nautaatsmannanna, kom á móti
henni, og ungi greifinn af Tierra-Nueva, forkunnarfríður
piltur á 15. ári, tók ofan, og hneigði sig djúpt með þeim
yndisþokka og þeirri tign, er spánskum aðalsmönnum eru
meðfædd, leiddi hana síðan hátíðlega að litlum stól úr
fílabeini og skreyttum gulli, sem stóð' á upphækkuðum palli
fyrir ofan leikvöllinn. Börnin þyrptust í kringum stólinn